Sitjandi stjórnvöld landsins eiga ekki að bjóða upp á svona fundi.

Samtök atvinnulífsins hafa ekkert að gera á fund sitjandi ríkisstjórnar frekar en fulltrúar Verkalýðshreyfingarinnar, ekki nokkurn skapaðan hlut.

Þessir aðilar eiga að ræða hvor við annan án aðkomu stjórnvalda svo fremi hér sé um að ræða frjálsan atvinnumarkað.

Auðvitað geta deilur komið til kasta Ríkissáttasemjara en ríkistjórn á EKKI að skipta sér af gerð kjarasamninga að öðru leyti en þeim að skapa þau skilyrði hverju sinni sem lífskjör og skattaumhverfi skapa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fundað í Stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar vinir hafa sameiginlegt markmið, í þessu tilfelli að kúga launafólkið enn frekar, verða þeir að koma saman. Hvað er þá eðlilegra en að þeir hittist hjá einum þeirrra og spjalli?

Það er hins vegar rétt hjá þér Guðrún, stjórnvöld eiga enga aðkomu að kjarasamningum fyrr en allt annað hefur verið reynt. Vandamálið er að þeim stjórnvöldum sem nú ráða er ekki treystandi fyrir tíeyring, hvað þá kjörum launafólks. Þeirra markmið virðist vera það eitt að koma hér á kommunísku ríki í anda Norður Kóreu, þar sem þjóðin skiptist í þræla og þrælahaldara!

Gunnar Heiðarsson, 13.1.2011 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband