Fámennis og klíkusamfélagsvandamál, vorrar þjóðar.

Það hefur lítið breyst hér á landi gegnum aldir í raun, þegar grannt er skoðað.

Á sínum tíma vógust hér vígafylkingar með vopnum, nú í dag er birtingamyndin í formi orðastríðs sem og þess að hygla þeim sem eru hluti af " liðinu "... og ráðamenn sjá til þess á hverjum tíma að pota þóknanlegum hér og þar í stöður við hæfi.

Þar breytir engu hvort um vinstri eða hægri menn er að ræða í því samhengi.

Menntun ekki menntun breytir heldur engu um það að hygla sínum flokki út í hið óendanlega, alveg sama hvers konar fátækleg hugmyndafræði kann að vera borin á borð sem yfirleitt afar fáir hafa komið að að semja.

Illindi og erjur innan flokka eru yfirleitt spurning um að verja völd sem fyrir hafa verið alveg sama hvernig og þar fara málefni fyrir litið.

Samvinna er yfirleitt fín þegar tveir koma saman en þegar sá þriðji kemur vandast málið, nú til dags, þar sem einstaklingshyggjan og sú áratta að eiga höfundarétt að hugmyndum hvers konar, verður til þess að erjur og deilur um höfundaréttinn verða ofar umræddu málefni.

Gjörsamlega ómögulegt hefur verið að ná málefnum ofar mönnum í pólitiskri umræðu hér á landi til langtíma, þar sem fjölmiðlar dansa á hinni sömu línu og gefin hefur verið að öðru leyti.

Stjórnsýslan og stjórnkerfið dansar eftir forskrift þeirri sem gefin hefur verið, varðandi það atriði að samþykkja menn í störf hér og þar eftir " pólitískri forskrift sitjandi valdhafa " hverju sinni.

Þessu til viðbótar er það síðan til þess að kóróna samfélagsskipulagið að verkalýðshreyfingin tengist pólítiskum flokkum og dansar eftir því hver er við stjórnvöl á hverjum tíma með þegjandahætti ellegar góli og gapi.

Með öðrum orðum lítið hefur breyst gegnum tíðina.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband