Rót fátæktar liggur í lélegri samningsgerð Verkalýðsfélaga hér á landi.

Ég hef rætt og ritað margt um málefni verkalýðshreyfingarinnar og set hér link á greinarstúf í Mbl. frá árinu 1994, sem ég sendi inn.

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=167593&searchid=c246d-1159-2659c

Á þessum tíma blöskraði mér það yfirgengilega að nær helmingur taxta verkakvennafélagsins Sóknar þáverandi í höfuðborginni, hafði tölulegar upphæðir samninga sem ekki náðu þá skattleysismörkum sem var ótrúlegt, og ef taxtar náðu yfir þau hin sömu mörk og skattur kom til þá var viðkomandi kominn langt undir þáverandi skilgreind fátæktarmörk eins furðulegt og það er.

Viðmið bóta almannatrygginga hér á landi hafa tekið mið af lægstu töxtum á vinnumarkaði hvort sem um er að ræða örorku eða ellilífeyrir og þegar svo er komið að engin veit hvað kostar að lifa í einu þjóðfélagi vegna skorts á viðmiðum í samræmi við raunveruleikann, þá er það eitt víst að margt skekkir myndina.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband