Atvinnuleysi áskapar aukna fátækt, eðli máls samkvæmt.

Það stoðar lítt fyrir stjórnvöld að berja hausnm við steininn, tilkomið atvinnuleysi þýðir aukna fátækt hjá hluta þjóðarinnar og var þó nóg til staðar fyrir hrun einnar þjóðar.

Ákveðnir þjóðfélagshópar bera skarðan hlut frá borði af þjóðarkökunni og hafa gert of lengi fyrir ótrúlegan skipulagslegan klaufaskap við skattlagningu og tekjutengingar alls konar þar sem viðmið upphæða eru fjarri raunveruleika við að fást.

Hvorki láglaunafólk á vinnumarkaði, ellilífeyrisþegar eða öryrkjar eiga að þurfa að líða skort í íslensku samfélagi með tilliti til þjóðartekna og menntunarstigs þjóðarinnar.

Mikilvægasta verkefni stjórnvalda er uppbygging atvinnu til þess að viðhalda einu stykki efnahagskerfi gangandi og til þess eru færar leiðir meðal annars við það að auka aflaheimildir í sjávarútvegi.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband