Atvinnuleysi áskapar aukna fátćkt, eđli máls samkvćmt.

Ţađ stođar lítt fyrir stjórnvöld ađ berja hausnm viđ steininn, tilkomiđ atvinnuleysi ţýđir aukna fátćkt hjá hluta ţjóđarinnar og var ţó nóg til stađar fyrir hrun einnar ţjóđar.

Ákveđnir ţjóđfélagshópar bera skarđan hlut frá borđi af ţjóđarkökunni og hafa gert of lengi fyrir ótrúlegan skipulagslegan klaufaskap viđ skattlagningu og tekjutengingar alls konar ţar sem viđmiđ upphćđa eru fjarri raunveruleika viđ ađ fást.

Hvorki láglaunafólk á vinnumarkađi, ellilífeyrisţegar eđa öryrkjar eiga ađ ţurfa ađ líđa skort í íslensku samfélagi međ tilliti til ţjóđartekna og menntunarstigs ţjóđarinnar.

Mikilvćgasta verkefni stjórnvalda er uppbygging atvinnu til ţess ađ viđhalda einu stykki efnahagskerfi gangandi og til ţess eru fćrar leiđir međal annars viđ ţađ ađ auka aflaheimildir í sjávarútvegi.

kv.Guđrún María.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband