Til hvers, skráning í jólaaðstoð ?

Ástæða þess að óskað er eftir því að fólk hringi og skrái sig í jólaaðstoð er sú að það tekur lengri tíma að afgreiða slíka aðstoð, og reynt er að skipta því niður á daga, þannig að mögulegt sé að afgreiða þann fjölda sem skráir sig.

Upplýsingum um slíkt er dreift til fjölmiðla en því miður er það svo að ekki taka allir eftir því hinu sama er hyggjast leita sér slíkrar aðstoðar, og mæta á staðinn.

Við það skapast erfiðleikar úr að vinna nú sem áður, en þjóðfélagsástandið nú um stundir, er annað en við Íslendingar höfum áður upplifað, því miður, þar sem atvinnuleysi er tilkomið, og tekjurýrnun fjölskyldna samhliða.

Fleiri eru fátækir í voru samfélagi, og jólin eru sár tími í slíkum aðstæðum.

Vitundarleysi ráðamanna gagnvart ástandi mála var til staðar í fyrir hrun og er enn til staðar, en eitt stærsta vandamálið er láglaunastefnan, þar sem samningar á vinnumarkaði um laun, eru svo lélegir að ekki tekst að framfæra einstaklinga af í íslensku samfélagi og gildir einu hvort þar er um að ræða hinn almenna markað ellegar hið opinbera.

Skattlagning og alls konar tekjutenging sem mismunandi ráðamönnum dettur í hug að leggja ofan á þessi annars lúsarlaun sem greidd eru á lægstu töxtum á vinnumarkaði, hefur sjaldnast rímað saman við raunveruleikann.
Bætur öryrkja og aldraðra taka síðan mið af lægstu launum.

Hinar seinvirku aðgerðir stjórnvalda gagnvart afskriftum skulda heimila og fyrirtækja sem þurftu að koma til mun fyrr, hafa orsakað meiri vandræði en ella hefðu þurft að koma til sögu í voru samfélagi ef ákvarðanataka hefði verið fyrr á ferð.

Hvers konar umræða um það atriði að hægt sé að útrýma biðröðum með því að koma á fót kerfi þar sem fólk fær matarkort, er sérstök því það vill gleymast í fyrsta lagi, hver ætti að greiða fyrir þau hin sömu kort og í öðru lagi væri það afar líklegt að sömu biðraðir yrðu áfram til staðar eftir kortunum.

Því miður hafa hvorki ríki né sveitarfélög verið þess umkomin að uppfæra framfærsluviðmið í samræmi við neysluvísitölu á hverjum tíma og þannig hefur það verið í mörg herrans ár og enginn áorkað breytingum þrátt fyrir fjölda ráðstefna um málin.

Verkalýðshreyfingin hefur ekki áorkað breytingu með kjarasamningum, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Aðrir voru ævareiðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband