Hinn mikli skortur á vitund um fátæktargildrur hér á landi.
Mánudagur, 6. desember 2010
Hvorki stjórnmálamönnum né forkólfum verkalýðshreyfingarinnar í landinu hefur tekist að vinna að umbótum á kerfi mannsins varðandi fátæktargildrur þær sem ýmis konar ákvarðanataka hefur orsakað á umliðnum árum.
Hluti fullvinnandi einstaklinga á vinnumarkaði var dæmdur úr leik til kaupa á eigin húsnæði á ákveðnum tímapunkti er kerfi verkamannabústaða var lagt niður.
Einfaldlega vegna láglaunaupphæða þeirra sem um var að ræða sem tekjur viðkomandi, sem verkalýðshreyfingin hafði samið um á vinnumarkaði.
Frysting skattleysismarka um 1995, við sömu upphæð og þáverandi lágmarksframfærsla sveitarfélaga var, að mig minnir um 70.000 krónur þá, þýddi það fólk á lægstu launum samfélagsins var skattlagt bak og fyrir.
Það atriði að borga skatta af launum sem viðkomandi nær illa eða ekki að framfleyta sér og sinni fjölskyldu af í einu þjóðfélagi þrátt fyrir fullt starf á vinnumarkaði er eitthvað sem segir að skipulagið sé ekki í lagi og dæmið hafi ekki verið reiknað rétt.
Hin pólítíska samtenging verkalýðsfélaga, og ýmissa hagsmunaaðila við ákveðna flokka í stjórnmálum, frá vinstri til hægri er baktería sem þarf sýklalyf til að vinna á.
kv.Guðrún María.
Telur millistéttina enda í fátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.