Óska kjörnum fulltrúum gæfu og gengis í vandasamri vinnu.

Það var einstaklega ángægjulegt að sjá Pétur Gunnlaugsson lögmann og útvarpsmann á Útvarpi Sögu, ná kjöri til þessa þings, en þangað á sá hinn sami erindi sannarlega einkum og sér í lagi þar sem hann hefur ekki tengst stjórnmálaflokkaflóru þessa lands.

Andrés Magnússon, Lýður Árnason, og Katrín Fjeldsted, læknar fengu einnig atkvæði mín á þetta þing, en einnig Örn Bárður Jónsson og Þorvaldur Gylfason og Gísli Tryggvason.

Ég hefði viljað sjá fleiri fulltrúa ná kjöri sem ég valdi, en verð að una lýðræðinu í þessu efni.

Ég óska öllum kjörnum fulltrúum gæfu og gengis í störfum sínum á Stjórnlagaþingi.

kv.Guðrún María.


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir sem völdust á stjórnlagaþing eru að mestu fulltrúar "Silfurs Egils" og þar hafa komið fáir af landsbyggðinni.  Til hamingju Egill Helgason. Sjálfsagt verður það þeirra hlutverk að "koma" ákvæði inn í stjórnarskrána, sem gerir það auðveldara fyrir Heilaga Jóhönnu & co að innlima landið í ESB.

Jóhann Elíasson, 1.12.2010 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband