Sunnudagspistill.

Ţađ er svolítiđ sérkennilegt ađ kosningar séu fyrir dyrum nú um stundir, er líđa fer ađ jólum.

Eigi ađ síđur er ţađ raunin og kosning til Stjórnlagaţings setur svip á samfélagiđ ţar sem fjöldinn allur af frambjóđendum virđist ćtla ađ endurskrifa stjórnarskrána upp á nýtt.

Ţess er ekki ţörf ađ mínu viti, hins vegar er ţörfin fyrir beinna lýđrćđi hluti af núverandi tíđaranda ţar sem ákvćđi um ţjóđaratkvćđagreiđslu um mál skyldi vera hluti af stjórnarskrá landsins.

Ađalvandinn varđandi ţróun mála í íslensku samfélagi svo sem varđandi auđlindir er ekki ađ eitthvađ vanti í stjórnarskrána varđandi ţađ atriđi, né heldur lög ţar ađ lútandi, heldur túklun og framkvćmd ţeirra hinna sömu laga.

Orđanna hljóđan er skýr og skilmerkileg, en framkvćmdin önnur.

Hins vegar hefur ţađ viđgengist gegnum tíđina af hinu háa Alţingi ađ prjóna alls kyns viđbćtur viđ áđur sett lög ţar sem viđbćturnar stangast jafnvel á viđ ţađ sem fyrir er og nćstum óframkvćmanlegt er fyrir dómstóla ađ túlka.

Jafnframt hefur tilhneigingin til ţess ađ leiđa alla skapađa hluti í lög, löngu gengiđ úr hófi fram.

Vonandi bera menn gćfu til ţess ađ fara ekki ađ prjóna lönguvitleysu í stjórnarskrá landsins sem engum er til hagsbóta, en hins vegar er ágćtt ađ koma saman og skođa hvađ stenst tímans tönn og hvađ ekki.

kv.Guđrún María.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband