Um daginn og veginn.

Ég var svo óheppin að lenda í slysi í vinnu minni fyrir tæpri viku síðan, þar sem fall aftur fyrir mig orsakaði samfallsbrot í hrygg og handleggsbrot á hægri hendi.

Ég dvaldi sólarhring inni á sjúkrahúsi en var síðan send heim, eða um leið og ég gat komist fram úr rúmi, og gengið um gólf.

Mikil ósköp getur maður verið ósjálfbjarga sem aftur segir manni það um heilsuna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, eins og máltækið segir.

Ég hefi hins vegar notið elsku og umhyggju samstarfsmanna minna sem hafa verið boðnir og búnir til að hjálpa mér og umvafin kærleika allt um kring, til viðbótar við mína fjölskyldu.

Það er fallegt og ber að þakka.

Nú er að kunna að taka það rólega og flýta sér hægt, skref fyrir skref til þess að höndla það dýrmætasta sem maður á sem er heilsa og heilbrigði.

Hæfileikinn til þess að aðlaga sig aðstæðum er hins vegar merkilegur og margt er það sem maður getur en datt ekki í hug að maður gæti gert með vinstri hendinni.

Svo er að nota útsjónarsemina til þess að bjarga sér til þess að komast sinna ferða fetið og standa, sitja og liggja rétt, nógu langan tíma.

Það kemur.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Guðrún María, æfinlega !

Megi þér vel farnast; í afturbatanum.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 00:03

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Óskar minn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.11.2010 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband