Hvar er fagmennskan.... ?

Ţađ hefur veriđ nokkuđ hjákátlegt ađ fylgjast međ fyrrum skólastjórunum Guđbjarti og Ólínu fást viđ tilraunir til breytinga á fiskveiđistjórnuninni hér viđ land.

Jafnframt eru ţau einnig ţingmenn sama kjördćmis Vestfjarđa, en fiskveiđar eru stundađar um allt land og afar eđlilegt hefđi veriđ ađ ţingmenn fleiri en eins kjördćmis fengjust viđ málaflokk ţennan.

Samfylkingin á hins vegar ekki mikla sérfrćđinga innan sinna rađa í ţessum málaflokki síđan Jóhann Ársćlsson hvarf af ţingi, mér best vitanlega sem aftur hefur endurspeglađ skođanaleysi flokksins á umbreytingum áđur en flokkurinn settist í ríkisstjórn.

Vonandi bera menn gćfu til ţess ađ leita ráđa hjá ţeim er ţekkja til í ţessum málaflokki viđ hvers konar breytingar, en lykilatriđi breytinga ţarf ađ vera ađ fćra gjaldtöku af fiskveiđum frá ţví ađ vera til stađar áđur en fiskur er veiddur í formi brasks međ slíkt, til ţess ađ taka gjald á markađi er veiddur fiskur kemur á land.

Uppbođ á óveiddum fiski er álíka gjaldtaka af atvinnugreininni, eins og brask međ aflaheimildir alveg sama hver ţađ ástundar.

Ţađ skyldi ţví út úr myndinni.

kv.Guđrún María.


mbl.is Ólína kemur ađ samningu frumvarpsins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband