Sóknarpresturinn og sorgin.

Hver og einn einasti maður sem til þekkir veit að aðkoma sóknarpresta að atburðum sorgar skiptir miklu máli, hvar sem er og þeirra reynsla verður seint ofmetin.

Sú er þetta ritar átti á sínum tíma sóknarprest í Hallgrímskirkjuprestakalli sem nú er biskup og átti aðkomu að tveimur frekar snögglegum áföllum í mínu lífi, með tveggja mánaða millibili á sínum tíma, en þá kvaddi faðir minn annars vegar í maí og hins vegar maðurinn minn í ágúst.

Síðari atburðurinn var erfiður harmleikur og presturinn sat hjá mér heilt kvöld og ræddi við mig sem skipti mig miklu máli.

Sálgæsla sú er ég fékk notið þá sem og sú gjöf sem presturinn gaf mér sem var sálmabók, átti eftir að vera skjól mitt og hlíf í sorginni lengi eftir, því ég las einn sálm á hverju kvöldi lengi, lengi.

Ég var eitt foreldri með barn á fimmta ári sem fljótlega hóf skólagöngu og ég þurfti að ákveða hvort barnið fylgdi sínum félögum af leikskóla í skóla eða færi annað og kynntist nýjum félögum í nýju umhverfi.

Ég leitaði mér ráða hjá öðrum presti sem hafði sérhæft sig í sorg barna og hjá honum fékk ég góð ráð sem vissulega hjálpuðu mér sem foreldri á þeim tíma.

Án þessa vildi ég ekki hafa verið en veit að samvinna allra er koma að málum presta jafnt sem annarra skiptir máli og lykilorðið er inntak kristinnar trúar sem er gagnkvæm virðing.

kv.Guðrún María.


mbl.is Engin ein fagstétt á sorgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"...lykilorðið er inntak kristinnar trúar sem er gagnkvæm virðing." Lestu Lúkas 14:26 og matt 10:34, svona svo þú sért með það á hreinu hvernig kristnum manni ber að elska sjálfan sig og þar af leiðandi aðra.

Þetta er bull og þvaður í þér manneskja. Hræsnin ein. Heldur þú að það væri enginn, sem gæti veitt þér ráð og huggun ef presta nyti ekki við?

Já og lestu svo bókina áður en þú tjáir þig um innihald hennar. Það er nokk annað en þú telur. Svo mikið er víst.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2010 kl. 23:23

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Ég tala um mína reynslu og þú getur talað um þína án þess að fordæma mína ekki satt, eða hvað ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.10.2010 kl. 23:55

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Er betra að tala við presta sem þylja upp sömu kriddurnar við alla sem tala við þá, heldur en að tala við einhver sem er þér nær og skilur þig?

Ég kýs að tala við fólk sem mér þykir vænt og þykir vonandi vænt um mig heldur en að tala við fólk sem hefur ekkert fram að færa nema það sem þeir lærðu í skóla.

Tómas Waagfjörð, 25.10.2010 kl. 01:19

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Tómas.

Það er í valdi hvers manns að lýsa þvi sem honum finnst gott, hvað mig sjálfa varðar og aðra.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.10.2010 kl. 01:29

5 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Auðvitað, og það er ekkert nema gott mál ef þú gerir það sem virkar fyrir þig.

En við erum ekki öll eins, og það að prestar telji sig ómissandi er til marks um hræsni.

Eins og prestar hafa sagt, hér á árum áður var allt skólastarf í höndum kirkjunar, svo breyttust tímarnir og skólastarf færðist yfir til fagaðila á vegum ríkis og bæjar.

Prestar hafa ávallt séð um sálusorg, en nú eru breyttir tímar og er þá ekki næsta skref að það færist frá kirkju?

Það eru ekki allir trúaðir, þó að flest myndum við byðja til guðs ef við værum í ísköldum sjónum út á ballarhafi. En í ljósi þeirra framfara sem hafa átt sér stað þá er fólk að skilja heiminn og tilveruna betur og betur, og rosalega mikið sem við höfum uppgvötað og getum skilið og sannað stangast á við kenningar trúarinnar.

Þess vegna er fólk að átta sig á því að trúarbrögðin eru röng, og þar af leiðandi eru prestar á villigötum á meðan þeir halda fast í gamlar úr sér gengnar kenningar sem sannað hefur verið að séu rangar.

En, ekki misskilja mig, trú og trúarbrögð er ekki það sama. Ég er sjálfur ekki kristinn maður í dag þó að á yngri árum hafi ég verið það. Ég þroskaðist og gat byrjað að draga mína eigin ályktanir og ég sá að dæmið gekk ekki upp, og þar af leiðandi er ég ekki lengur kristinn.

En ég hef mína trú, ég held henni fyrir mig, mín trú kemur engum öðrum við og ég mun aldrei þröngva henni upp á aðra.

Og nokkuð með gildi og siðferði sem kristni boðar.

Gott fólk mun alltaf hafa gott siðferði og það mun alltaf koma fram við náungan eins og það vill að náunginn komi fram við sig.

Vont fólk mun alltaf hafa slæmt siðferði og ávallt reyna fá ávinning á kostnað annarra.

Þetta mun aldrei breytast, sama hversu mikið er messað yfir þessum tveim hóðum af fólki.

Tómas Waagfjörð, 25.10.2010 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband