Það þarf að aftengja verkalýðshreyfinguna við pólítik.

Þegjandaháttur verkalýðshreyfingarinnar gagnvart stjórnvöldum í því ástandi sem nú er uppi, er himinhrópandi og það nægir að lita til Frakklands þar sem verkalýðshreyfing stendur fyrir mótmælaaðgerðum gagnvart stjórnvöldum þar í landi um hækkun eftirlaunaaldurs.

Því miður hefur hreyfing þessi hér á landi ætíð dansað eftir þeim pípum sem forystumenn hafa aðhyllst í pólítik og þagað þegar þeirra menn sitja við valdatauma líkt og launþegar kjósi einn eða tvo flokka.

Slíkt ástand þokar engu fram á veg það gefur augaleið og gera verður þá kröfu að verkalýðshreyfing sé óháð stjórnmálaflokkum alfarið.

Þáttaka verkalýshreyfingarinnar á markaðsdansleiknum gegnum lífeyrissjóðina og innkoma vinnuveitenda í stjórnir lífeyrissjóða er álíka því og að opna dyrnar fyrir refnum í hænsnakofann.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gylfi furðar sig á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Guðmundsson

Gylfi fer ábyggilega vel í rassvasa ríkisstjórnarinnar.

Axel Guðmundsson, 18.10.2010 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband