Helsti boðberi nýfrjálshyggjunnar hefur verið Alþýðusamband Íslands, allan góðæristímann.

Það er kostulegt að sjá máttlausar yfirlýsingar um áhyggjur frá yfirstjórn verkalýðsfélaga í landinu ASÍ, þar sem nýfrjálshyggju er kennt um, nýfrjálshyggju sem ASÍ hefur dansað með í áranna raðir með launahækkunum langt undir verðlagsþróun þar sem launþegar á almennum vinnumarkaði hafa verið hlunnfarnir og mönnum hefur ekki tekist að reikna út sameiginleg neysluviðmið í einu samfélagi.

Alþýðusambandið hefur slegið skjaldborg um helsta bölvaldinn í íslensku efnahagslífi verðtrygginguna eins vitlaust og það er, engum til hagsbóta í raun, alveg sama hvernig á það er litið.

Við þurfum ekkert yfirregnhlífabandalag verkalýðsfélaga í landinu, það hefi ég margsagt og slíkt er tímaskekkja sem til var komin fyrir hrun hér á landi.

Það er hins vegar borin von að þeir sem þar sitja nú átti sig sjálfir á því hinu sama, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áhyggjur af stöðu velferðarkerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband