Mætum á fundi verkalýðsfélaga og skiptum um stjórnir þar sem þarf.

Nú fara í hönd fundir verkalýðsfélaga um tillögugerð varðandi komandi kjarasamninga.

Stór hluti af því ástandi sem uppi er í voru samfélagi er það atriði að verkalýðsfélög hafa samið af sér réttlát og eðlileg laun fyrir fulla vinnu einstaklinga á vinnumarkaði, þar sem veruleg gjá hefur myndast millum þjóðfélagshópa í einu samfélagi.

Það er og verður óviðunandi og því verður að breyta og það er okkar að breyta því með því að kjósa fólk til forystu sem vinnur að heildarhagsmunum okkar og við treystum til verka í því efni.

Laun og bætur öryrkja og aldraðra taka mið af lægstu launum og þess vegna er það okkar sem tökum þátt á vinnumarkaði að standa vörð um þeirra hagsmuni nú sem aftur verða okkar síðar.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband