75% vinna sem skólaliði, þýðir 155,900, í laun fyrir skatta.

Ég starfa sem skólaliði í grunnskóla og launin eru þessi upphæð, sem eftir skatta og gjöld í verkalýðsfélag og lífeyrissjóð eru 117.194, gullkrónur, en því til viðbótar hefi ég nú nýlega sótt mér atvinnuleysisbætur þar sem 7500 gullkrónur koma eftir skatta sem ráðstöfunartekjur, mánuð hvern.

Ég hefi starfað hjá sama vinnuveitanda sl.12.ár.

Ég á ekki mann sem ég get óskað þess að aðstoði mig við róðurinn í lífsbaráttunni og verð því að gjöra svo vel að sníða mér stakk eftir vexti, þar sem kaupmáttur þessarra hinna sömu gullkróna er nú enn minni en áður, við stórfelldar skattahækkanir.

Ég er kona með 43 einingar í starfsmenntun á uppeldissviði sem metið var til eitt þúsund gullkróna hækkunar í mínu sveitarfélagi á sínum tíma, en metið var til sex þúsund króna hækkunar launa í öðru sveitarfélagi er starfsnámi lauk við leikskólastörf.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Sæl Guðrún.

Því miður sýnir þetta okkur svart á hvítu hverslags þrælabúðir Sjallar hafa breytt Íslandi í undanfarin tuttugu ár!

Þessi þróun hófst þó ef til vill upp úr 1970, en virkilega var gefið í þegar íhaldið og framsókn ákváðu að stela öllu steini léttara í þessu landi.

Dingli, 19.9.2010 kl. 05:30

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll.

Ef það væri svo einfalt að kenna einum um tvíhliða samninga þá væri ef til vill auðveldara, en verkalýðshreyfing vor hefur setið hinum megin við borðið og samið af sér hægri vinstri, vissulega eftir því hvort , " hægri vinstri " hefur setið við stjórnvölinn, til þess að passa sína menn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.9.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband