Samfylkingin var nær skoðanalaus um þjóðmál heilt kjörtímabil sem stjórnarnandstöðuflokkur.

Því miður var það svo að Samfylkingin hafði litla sem enga gagnrýni uppi á umbreytingu þá sem uppi var í íslensku þjóðfélagi, þrátt fyrir að vera stærsti stjórnarandstöðuflokkur á tíma Sjálfstæðis og Framsóknarflokks í ríkisstjórn.

Aðeins tveir flokkar á þingi þá VG og Ff, höfðu uppi gagnrýni, meðan Samfylking dansaði meira og minna með að virtist til þess að styggja ekki neinn og byggja upp flokkinn.

Svo eitt dæmi sé tekið þá mátti leita logandi ljósi að skoðun flokksins á fiskveiðistjórnun þessi ár sem engin var til staðar, svo heitið geti.

Stjórnarandstaða og aðhald er mikilvægt atriði á öllum tímum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sýndu samstöðu með bankamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband