" Minn tími mun koma... "

Ég efa það að Jóhönnu Sigurðardóttur hafi órað fyrir þvi á sínum tíma er hún lét hin fleygu ummæli falla, " minn tími mun koma... " að sá tími sem hún var valin í forystu síns flokks yrði tími sem hún sem forsætisráðherra sæti með Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, á annarri öxlinni við stjórnvöl landsins, í sífelldu basli við að smala vinstri grænum köttum saman til þess að viðhalda stjórnarsamstarfi, fyrstu vinstri stjórnar í landinu um langan tíma.

Ég efa það jafnframt að óskastaða Jóhönnu sé sú að þurfa sem formaður flokks síns að ganga með flokksmarkmiðin um aðild að Evrópusambandinu, gegnum Alþingi sem forsætisráðherra, en hún lenti í þvi að verða kosin formaður flokksins eftir þáttöku flokksins í fyrri ríkissjórn fyrir hrunið.

Þáttöku þar sem fyrrum formaður og formaður samstarfsflokksins mættust í þotuflugi yfir Atlantshafinu, á ferðalögum um heiminn þveran og endilangan áður en allt hrundi.

Umfjöllun Time, um Jóhönnu sem helsta kvenþjóðarleiðtoga heims, er hennar tími á sviðinu sem hún sagði jú að , myndi koma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jóhanna meðal helstu kvenleiðtoga heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hélt að þetta væri brandari.  Þessi ágæta kona hefur ekki ráðið neitt við neitt og lætur Steingrím um allt sem gera þarf.  Að skreyta sig með annara fjöðrum hefur aldrei þótt til fyrirmyndar.  Takk fyrir hlý orð GMaría mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2010 kl. 09:21

2 identicon

Hér sannast orðatiltækið"konur eru konum verstar". Loksinns þegar kvennrettindabaráttan skilar konu í forsætisemmbættið, þá kappkosta konur til að níða hana og hæða, frekar en að standa með henni.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 12:13

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Blaðamaðurinn á Time er sjálfur hommi og því ekki að undra að hann hafi
ofurdálæti á lesbíunni Jóhönnu. Jú, Jóhanna er í eðli sínu þjóðsvikari og
berst af einlægni og blindni fyrir inngöngu Íslands í ESB og Icesave-þjóðsvikunum. ÖMURLEGASTA forsætisráðherra gat Ísland aldrei fengið!

Takk!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.8.2010 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband