Flugeldasýningaþjóðfélagið Ísland.
Sunnudagur, 22. ágúst 2010
Það er þá komið í ljós að sá sem kostaði þessa blessaða flugeldasýngu fyrir flugeldaþyrsta landsmenn voru þeir sjálfir.
Með öðrum orðum sýningin var i boði skattgreiðenda, gegnum ríkisbankana, sem eignast hafa markaðsfyrirtækin sem flytja til fjármagn til björgunarsveitanna til þess að þeir geti bjargað fólki eftir að hafa skotið upp rakettum til þess arna.
Mylluhúsið við Myllulækinn kemur einhverra hluta vegna upp í hugann, nú sem endranær við ýmislegt það sem við Íslendingar tökum okkur fyrir hendur.
Ég hef aldrei skilið það hvers vegna björgunarsveitum þessa lands er ekki tryggður tekjustofn við fjárlagagerð á ári hverju að einhverju marki, þannig að flugeldasala þeirra hinna sömu sé og verði aukaatriði í rekstri þessarra mikilvægu starfssemi sjálfboðaliðasamtaka í landinu en ekki aðaltekjulind.
Hver og ein einasta flugeldasýning er mengun og reglugerð í gildi nú orðið þess efnis að menn megi ekki kveikja í bálkesti nema að fá til þess leyfi frá sýslumönnum þessa lands.
Áramótaflugeldagleði Íslendinga jaðrar við ég veit ekki hvað, á stundum og oft dettur mér í hug að sprengigleðin sem þar er á ferð sé einhvers konar útrás fyrir ýmislegt það sem menn láta annars yfir sig ganga af misviturlegum stjórnvaldsathöfnum sem skattagaleiðuþrælar á þjóðarskútunni eða þá að þeir hinir sömu hafi grætt svo mikið að þeir þurfi að kveikja í aurunum með einhverju sýnilegu móti er heitir hávaði.
En auðvitað er gaman að horfa saman á flugeldasýningar, það skal viðurkennt.
kv.Guðrún María.
Flugeldar lýstu upp sundin blá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, finnst þér það?
Zmago, 22.8.2010 kl. 03:14
Vá, til hamingju með að hafa nennt að skrifa þetta neikvæða og pirrandi blogg. Ótrúlegt hvað fólk getur þrifist af nekvæðni og reynt að smita hana út...........
Steini Thorst, 22.8.2010 kl. 05:58
Ég er sammála þér Steini.
Ég átta mig ekki á svona hugsun.
Hvernig færðu það út að það hafi verið skattgreiðendur sem punguðu út fyrir þessu. Síðast þegar ég vissi var Vodafone ekki í ríkiseigu, né í fjárlögum. Getur reyndar vel verið að mér skjátlist.
Settu þig bara í þetta mál. Þegar þú ert búin að banna flugeldasýningar, þá geturðu bannað áramótin vegna mengunar og ofölvunar, svo ekki sé talað um áramótabrennurnar.
Þegar þú hefur lokið þér af við það geturðu náttúrulega bannað jólin, ekki vitlaus hugmynd þar sem gríðarlegir fjármunir fara úr hirslum ríkisins vegna jólaskreytinga. Erum við ekki að reyna að spara orku? Bönnum jólaseríur!
Svo náttúrulega er það alveg út í hött að ríkið skuli kosta götulýsingar! Geturðu ímyndað þér peningana sem fara í það? Djöfulsins vitleysa!
æj Guð minn almáttugur, gerðu það fyrir okkur bjartsýnu og glaðlyndu moggabloggara; vertu á barnalandi.
Gísli Sigurður, 22.8.2010 kl. 08:55
Vodafone er núna í eigu Lífeyrissjóðanna. Viðskiptavinir Vodafone borga flugeldasýninguna og Vodafone fær auglýsingu og umfjöllun í staðinn. Oftast jákvæða umfjöllun að ég held í sambandi við þessa sýningu.
Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 10:12
Ef björgunarsveitir væru á fjárlögum þá væri búið að skera þær niður þannig að þær gætu ekki unnið starfið sitt, sjáðu bara LHG...
Dóri (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.