Íslendingar eru flugeldaóðir.

Auðvitað mætti klippa þessa flugeldasýningu út úr kortinu eitt ár, án þess að nokkur biði varanlegan skaða af, enda stutt í gamlárskvöld og þar yfirtoppa menn hver annan í flugeldabrjálæði fram og til baka.

Einnig eru all margir nýlega búnir að vera viðstaddir útihátíðir þar sem flugeldasýningar hafa verið á dagskrá.

Fínt hjá þér Jón að spekúlera í þessu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Flugeldasýningin bruðl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðrún María Óskarsdóttir, ég veit að þú ert vel gefin manneskja og því verð ég sár þegar ég les þetta en þá geri ég mér grein fyrir að þú hefur ekki hugsað þetta til enda.   Þannig er að OR kaupir flugeldasýninguna, sem hefur verið lokaatriðið á menningarnótt af Björgunarsveitunum og með því er björgunarstarf styrkt í landinu.  Borgarstjóri ætti kannski að einbeita sér að einhverjum öðrum liðum Menningarnætur, sem EKKI hafa neitt sérstakt samfélagslegt gildi.

Jóhann Elíasson, 10.8.2010 kl. 00:06

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll minn kæri vinur Jóhann.

Lengst af var engin menningarnótt og þá ekki frekar nein flugeldasýning, þannig að hér er um ræða einn viðburðinn sem bætt hefur verið við í árinu að þessu leytinu til.

OR erum við ekki satt þannig að við kaupum þessa flugeldasýningu og allt eins mætti hugsa sér sérstakt framlag Reykjavíkurborgar til björgunarsveitanna, eyrnamerkt hvert ár.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.8.2010 kl. 00:33

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg rétt hjá þér að OR er við og við borgum flugeldasýninguna en erum við ekki sammála um að hún mætti halda sér og kannski eru einhverjir aðrir þættir Menningarnætur sem mættu að ósekju missa sín????

Jóhann Elíasson, 10.8.2010 kl. 00:41

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Reyndar er það þannig að ef henni verður sleppt þá sitja björgunarsveitirnar uppi með 3 milljón kr skell því það er löngu búið að kaupa efnið í sýninguna.  En ef við erum að tala um sparnað þá held ég að Jón ætti að hætta að þiggja laun fyrir að leika sér sem borgarstjóri, það myndi spara 25 millur.

Einar Þór Strand, 10.8.2010 kl. 00:41

5 Smámynd: Davíð Oddsson

Það sem ég skil ekki, er hvers vegna menn horfa á flugeldasýninguna, eitt atriða, í einhverjum sparnaðarhugleiðingum. Það mætti alveg segja mér að ýmis fleiri atriði sem mun færri hafa áhuga á kostuðu ekki minna en þessi flugeldasýning.

Bara smá pæling...

Davíð Oddsson, 10.8.2010 kl. 20:17

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Nú þá er varla aftur snúið ef búið er að fjárfesta í púðrinu, ef til vill hefur borgarstjórinn ekki vitað um það.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.8.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband