Mér þykir vænt um Ómar Ragnarsson.

Óhjákvæmilega er Ómar hluti af lífinu, ekki hvað síst sem skemmtikraftur gegnum tíð og tíma, sem létt hefur mörgum landsmönnum lífið einungis með skemmtilegum húmor.

Hann hefur einnig sýnt okkur landið með einstökum myndum úr flugferðum sínum ekki hvað síst úr óbyggðum lands og kring um náttúruhamfarir þar sem hann er sérfræðingur orðinn.

Ég met hann meira sem afburðamann allra hluta og einstakan lífskúnster, en baráttumann gegn virkjunum vatnsfalla þar sem ég get ekki alveg tekið undir allt það sem þar hefur verið á ferð, þótt ég sé afskaplega hlynnt sjálfbærni og nýtingu eins samfélags á þann veg.

Þar hefur nefnilega skort á gagnrýni á aðalatvinnuvegina, landbúnað og sjávarútveg hvað sjálfbærni varðar með of mikilli einblýni á virkjanir og vatnsföll einungis sem hluta af slíkri þróun.

Ef ég sjálf á þúsund krónur aflögu eftir skatta næstu mánaðarmót, þá myndi ég eigi að síður vilja styrkja hann um slíka upphæð, fyrir það hver hann er.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ómar Ragnarsson fær milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband