Ekki er öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi.

Séu ekki til æfingasvæði til þess að kenna akstur þar sem ökutækið skrikar til, þá er það væntanlega til litils að setja slíkt inn í reglugerð.

Það er hins vegar ekki í fyrsta skipti og sennilega ekki það síðasta sem stórundarlegar reglugerðarbreytingar eiga sér stað.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skylt að hljóta þjálfun með skrikvagni fyrir útgáfu bráðabirgðaskírteinis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fólkið á umferðarstounni er sumt ekki í lagi.   Reglugerðirnar og bullið sem kemur þaðan er svo gufu ruglað að það er engu líkt.

Það er eins og fólkið þarna hafi áráttu á að setja reglur bara afþví það hefur einhver völd til að setja reglur.   Enginn rökstuðningur eða ástæða virðist stundum vera fyrir reglum sem koma þaðan.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 00:18

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Arnar, það er nokkuð mikið til í því að setja reglur bara til að setja reglur, því er nú ver og miður.

kv.Guðrún Maria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.7.2010 kl. 00:32

3 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Hvur fjárin er SKRIKVAGN?

Þórarinn Baldursson, 17.7.2010 kl. 00:37

4 identicon

Skrikvagnar eru hluti af færanlegu Forvarnahúsi sem kemur til með að ferðast um landið. Því geta ökunemar á öllu landinu sótt þjálfun án þess að þurfa að koma til höfuðborgarinnar.

Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 01:00

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Eiga ökunemar að borga kostnað af slíku ?

Hvers vegna í ósköpunum eru veðurskilyrði ellegar landfræðilegar aðstæður ekki nýttar í þessu sambandi ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.7.2010 kl. 01:17

6 identicon

Já, ökunemar greiða fyrir þessa þjálfun eins og aðra. Þetta er nú þegar komið inn í ökunámið, en það sem ráðuneytið er að leggja til er að þessu skuli vera lokið fyrir ökupróf, en ekki bara fyrir fullnaðarskírteini eins og í dag.

Þessi þjálfun er gríðarlega mikilvæg. Hægt er að láta ökunema finna hversu auðvelt er að missa stjórn á bílnum. Með þessari tækni er hægt að gera þetta í stjórnuðum aðstæðum og því engin hætta á að slys verði við þjálfun.

Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 11:11

7 identicon

ég er buin að æfa mig sjálfur og veit hvernig á að bregðast við þegar billin byrjar að renna til i örugglega öllum aðstæðum, og þarf ekki að borga morðfjár fyrir svoleiðis æfingu !

það þarf æfingasvæði fyrir almening að kostnaðalausu og lika kepnisbrautir lika að kostnaðalausu. þá verða færri slys .

nota skal peninga sem sektir gefa til að halda þessu uppi !

ragnar (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 21:37

8 identicon

Ragnar, þú hefur bara greitt fyrir það á annan hátt, bensín, dekk öxlar og spindilkúlur og hugsanlega gírkassar og aðrir drif hlutir.

Annars þá er ég alveg sammála þér í því að ég þurfti ekkert námskeið til að læra þessi viðbrögð.

Leikur á bílum er besta leiðin til að skapa örugga bílstjóra.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband