Forsjárhyggju Samfylkingar greinilega, lítil takmörk sett !

Það er afskaplega fróðlegt að fá fram þessar upplýsingar frá Þór Saari, um hugmyndir stjórnarþingmanna og viðskiptaráðherra, þess efnis að setja " bara inn verðtryggingarákvæði " í samninga.

Því miður kemur það betur og betur í ljós, hve afskaplega illa menn virðast að sér um lagaframkvæmd sem og hve tilbúnir menn virðast til þess að finna aðferðir til þess að laga lög að hentugleikum, lög þar sem lagaframkvæmd hefur verið dæmd óheimil, og viðgengist hefur um áraraðir.

Aðgerðarleysi sitjandi ríkisstjórnar í skuldavanda þeim er til varð við hrun er því miður himinhrópandi, og hverjum manni ljóst að færa þyrfti niður höfuðstól lána að einhverju leyti, en þess í stað kaus ríkisstjórnin að hella olíu á eld og hækka skatta og gjöld, sem aftur hækkaði enn verðtryggð lán landsmanna.

Staðnað hagkerfi, með lokuðum bönkum, og fyrirtækjum í fjöldagjaldþrotum, og einstaklingum án atvinnu, launalækkun og samdrætti, án þess þó að hið opinbera hafi í heild minnkað að umfangi í kostnaði sem heitið getur.

því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hættulegt aðgerðaleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband