Umboðsmaður sjúklinga á Íslandi er nauðsyn.

Fyrir löngu síðan hefði átt að vera til staðar samnorrænt eftirlit með læknum og alveg furðulegt að fyrst nú árið 2010, skuli menn sammælast um slíkt.

Hér á landi vantar hins vegar enn þann dag í dag Umboðsmann sjúklinga sem óháðan aðila gagnvart hinu umfangsmikla heilbrigðiskerfi.

Landlæknisembættið er engan veginn óháður aðili þar sem Landlækni ber að standa vörð um framkvæmd læknalaga og heilbrigðisþjónustu almennt, þar sem embættið hefur til dæmis það verk með höndum að elta uppi " skottulækningar ".

Um tíma voru sjúklingar til dæmis ótryggðir í starfssemi einkastofa úti í bæ, eða allt til ársins 1997, þar sem Ríkisendurskoðun dró fram annmarka þá hina sömu eftir gagnrýni Samtakanna Lífsvog og birt var Alþingi þá, eftir skýrslu stofnunarinnar og úttekt á Læknadeild TR, og umkvörtunum.

Í kjölfarið var læknum gert skylt að tryggja starfssemi sem þessa en einnig litu ný lög um sjúklingatryggingu dagsins ljós skömmu síðar.

Hagsmunir sjúklinga eru að gæðaeftirlit með starfssemi heilbrigðisstofnanna sé eins gott og verða má og hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að samnorrænt samstarf sé til staðar, þótt fyrr hefði verið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Herða eftirlit með læknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband