Aðgerðalausir forystumenn innvinklaðir í forystuflokka ríkisstjórnar.
Föstudagur, 21. maí 2010
Ég hygg að forkólfum verkalýðshreyfingar væri nær að líta í eigin barm, varðandi það atriði að fara nú eftir dúk og disk að ræða verkföll, hafandi samið um lúsarlaun til handa umbjóðendum í hinu meinta góðæri, þá undir formerkjum stöðugleika.
Það kann ekki góðri lukku að stýra að forystumenn verkalýðshreyfingar séu einnig pólítiskir framagosar þar sem flokkshagsmunirnir kunna að verða ofar hlutverki samningum um kaup og kjör verkamannsins.
Hagsmunir launafólks hér á landi hafa verið fyrir borð bornir og þar á verkalýðshreyfingin afskaplega stóran þátt í þvi hinu sama með lélegri samningsgerð allra handa í áratugi.
Þeir hinir sömu jánkuðu frystingu skattleysismarka á sínum tíma, þegjandi og hljóðalaust, þótt fjöldi manna á vinnumarkaði væri þar með samtímis komin með laun undir fátæktarmörkum.
Það tók fjölda ára að viðurkenna það atriði og hækkun persónuafsláttar kom til sögu i mýflugumynd.
Samkrull verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda er sérkapítuli út af fyrir sig og þyrfti sannarlega eins og eins stykkis rannsóknarskýrslu við, þar sem ríkisstjórnarflokkar núverandi kynnu að þurfa að útskýra að einhverju leiti þáttöku sína í Hruninu, varðandi aðgerðir ellegar aðgerðaleysi.
Að ASÍ boði verkföll, já eru það ekki orð á blaði...... ?
kv.Guðrún María.
Íhuga verkföll í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gylfi er lýðskrumari. Það sást í gegnum þennann aumingja frá byrjun. Þetta er lélegasti og heimskasti froðusnakkari sem sést hefur lengi. Alveg ótrúlegt að verkalýðsfélög skuli hafa kosið þetta viðrini til forustu.
Guðmundur Pétursson, 21.5.2010 kl. 02:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.