Surtseyjargosið situr enn í minni.

Það er vissulega sérstakt að vera fædd og uppalin á því eldfjallasvæði sem Suðurland óhjákvæmilega er.

Ég hef verið fjögurra ára þegar Surtseyjargosið hófst en, hinir ofboðslegu gosstrókar úr hafi eru enn pikkfastir í minni.

Og svo gaus Hekla aftur og aftur, og síðan kom Heimaeyjargosið, en alltaf dreymdi mig að jökullinn myndi gjósa, eins og ég hef áður sagt, og túlkaði það sem hræðslu, eftir að ég vissi að hann væri eldfjall, en sú vitneskja var tikomin af fróðleik úr bókum s.s. Jón Trausta sem til voru á mínu heimili.

Því miður virðist sú hræðslupólítik eiga margt skylt við núverandi raunveruleika íbúa undir Eyjafjöllum, því hamfarir eru á ferð, vægt til orða tekið.

Það er þungbært að horfa á þessa gjöfulu jörð verða eldi að bráð en ég trúi og vona að allt fari á þann besta veg sem mögulegt er, með manna ráð og dáð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gosefnin fjórðungur Surtseyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband