Málefni ofar persónum manna í flokkum.

Fyrir mína parta hefi ég fengið mig fullsadda af deilum og erjum milli manna um eiginhagsmuni í íslenskri pólítík á kostnað málefna fyrst og fremst. Hinn ömurlegi egóismi gjörsamlega tröllríður húsum innan allra flokka meira og minna. Það á nefnilega ekki að skipta máli hver ber fram þá hugsjón og þau markmið sem hver hefur sett sér heldur það atriði hvernig viðkomandi gengur að koma þeim á framfæri og vinna þeim brautargengi. Heilu flokkarnir afsala sér hugsjónum sínum  og stjórna og stýra í krafti skammtima peningahyggju, til þess að styggja ekki sem flesta eins og sjá má af verkum núverandi ríkisstjórnarflokka, þar sem markaðsdans einkavæðingar hefur verið á kostnað hluta þjóðfélagshópa í okkar samfélagi. Það þarf hins vegar ekki að halda um stjórnartaumana til þess að deilur og erjur um forystumenn séu meira og minna það sem litar stórnmalaumræðu. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn Samfylkingin logaði af umræðu um innkomu fyrrum borgarstjóra sem allt að því Messíasar en flokkurinn hefur síðan nær stöðugt tapað fylgi eftir að viðkomandi hafði hoppað upp á hrossið. Allt í deilum og erjum í Frjálslynda flokknum um embætti ekki í fyrsta skipti ónei. Vinstri Grænir virða sinn formann ár eftir ár hins vegar án mikilla deilna að lýðum sé ljóst. Deilur og erjur um keisarans skegg eiga ekki erindi út fyrir flokka sem gefa sig út fyrir að ganga erinda almennings á þjóðþingi Íslendinga, það er og verður mín skoðun.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband