Hinn mikli skortur á gagnrýnni hugsun.
Sunnudagur, 25. apríl 2010
Sigmundur Davíð hittir naglann á höfuðið varðandi það atrið að skortur á gagnrýnni hugsun sé meginorsök þess sem íslenskt þjóðfélag á nú við að etja.
Þótt ég sé nú í dag flokksmaður í Framsóknarflokknum, þá var ég það ekki og tók þátt í starfi annarra flokka á stjórnmálasviðinu, þar sem ég gagnrýndi þann flokk ásamt öðrum flokkum eftir efnum og ástæðum hvarvetna.
Á sínum tíma var Framsóknarflokkurinn í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn og tók þar að sér erfiða málaflokka svo sem heilbrigðismál og félagsmál, ásamt fleiru, sem yfirleitt vill verða hlutskipti þeirra flokka sem fara saman í samsteypustjórnir þar sem sá stærri afhendir hinum minni erfiðari málaflokkana og hefur þar með möguleika á því að koma betur undan stjórnarsamstarfi, eins og varð raunin í samstarfi þessarra tveggja flokka.
Sjálfstæðisflokkurinn kom sér lipurlega frá þvi í áraraðir að taka að sér heilbrigðismálin, þ.e umfangsmesta málaflokkinn og stærsta póst vergra þjóðarútgjalda og slapp þar með alveg við gagnrýni á það hið sama ráðuneyti sem á þeim tíma mátti þurfa að taka ýmsar ákvarðanir um breytingar.
Framsóknarflokknum var kennt um niðurskurð og breytingar þar á bæ, er leið að lokum kjörtímabils.
Alvarlegasti skorturinn á gagnrýnni hugsun var hins vegar varðandi skipan mála í fiskveiðistjórnuninni þar sem varðstaða Sjálfstæðisflokksins um óbreytt kerfi var nær alger síðustu ár samstarfs millum þessara flokka.
kv.Guðrún María.
Framsóknarflokkur biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.