Hefur bankakerfið minnkað fyrir tilstuðlan Alþjóða gjaldeyrissjóðsins ?

Það er nú alltaf jafn sérkennilegt að sjá stofnanir hrósa sjálfum sér eins og hér virðist vera á ferð, en það atriði að íslenskt bankakerfi hafi minnkað hefur ekki verið í sjónmáli til handa landsmönnum enn sem komið er, sem heitið geti.

Við höfum enn sama magn af fjármálastofnunum í voru þrjú hundruð þúsund manna samfélagi.

Hvað þá að það atriði að komið hafi verið í veg fyrir efnahagshrun, sé reyndin, þvert á móti mætti segja að nákvæmlega nú sé íslenskt hagkerfi nær staðnað fyrir tilstuðlan skattahækkana á almenning í landinu, með aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

kv.Guðrún María.


mbl.is Komið í veg fyrir efnahagshrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband