Hin ýmsu öskulög undir Eyjafjöllum.

Við vorum að rifja það upp nú í kvöld ég og bróðir minn að sérstaka gerð jarðlags er einmitt að finna á þessu svæði sem hugsanlega gæti tengst gosi úr jöklinum sem varð 1821, en þar er um að ræða allt annan lit en á öðrum jarðlögum og óvenjulega þéttur massi, næstum grár að lit.

Þar fyrir ofan er síðan nær efst vikur úr Heklugosinu 1947, sem finna má á flestum stöðum þar sem grafið er.

Þetta sást einkar vel í nýgröfnum skurðum á sínum tíma, sem maður var auðvitað með nefið ofan í eins og öllu öðru

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Askan gleypti bæina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta eru náttúruhamfarir en því miður eru þær bara rétt að byrja!

Sigurður Haraldsson, 17.4.2010 kl. 01:43

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mikil ósköp, maður getur nú gefið sér það, miðað við söguna.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.4.2010 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband