Frjálslyndi flokkurinn.
Föstudagur, 19. janúar 2007
Stjórnmálin taka á sig margar myndir svo mikið er víst og einn góðan veðurdag gæti ég trúað að maður kynni að gefa út æviminningar líkt og Stelpan á Stokkseyri. Endalaust argaþras og illdeilur um keisarans skegg lita stjórnmál um of að mínu áliti og skortur á hæfileikum þess efnis að hefja hugsjónir og málefni ofar persónum manna þar með talið kvenna , ( því konur eru menn) er stórkostlegur á stundum. Ásakanir Margrétar Sverrisdóttur í garð síns eigin flokks sem hún hefur starfað fyrir sem framkvæmdastjóri og kjörinn ritari , þess efnis að varaformaður núverandi sem og formaður að skilja má gangi erinda andúðar gegn innflytjendum er hrópleg þversögn þar sem þörfin fyrir að ræða þessi mál er fyrir hendi í voru þjóðfélagi í ríkum mæli , ekki sizt innflytjendum til hagsbóta sem og þjóðfélaginu í heild. Atganga Margrétar gegn fólki sem kom til flokksins úr fyrrum Nýju afli sem flokki er og hefur verið afskaplega ómálefnaleg í alla staði og ómakleg í raun og því miður gætir þar andúðar sem ekki á sér forsendur á vitrænum grunni, því miður. Ég hef borið sæmilega virðingu fyrir Margréti Sverrisdóttur til þessa en mig skiptir engu máli hvort kona eða karlmaður ræðst ómálefnalega að félögum sínum ,hið ómálefnalega mun ég ekki verja í þessu sambandi því fer fjarri. Hver reyndur stjórnmálamaður stefnir flokki sínum ekki fyrir björg rétt fyrir kosningar með flokkadráttum um formannskjör , korteri áður, þvílík og önnur eins della fyrirfinnst varla í íslenzkri pólítík. Hafandi átt þess kost að kynnast Guðjóni, Magnúsi og Sigurjóni enn betur síðasta kjörtímabil eftir að flokkurinn hafði misst okkar þingmann yfir í annan flokk þá lýsi ég því hér með yfir að ég styð núverandi forystu flokksins til þess að ganga gegn um næstu kosningar óbreytta.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Hanna Birna.
Gaman að heyra úr Eyjum.
Jú vel getur verið að maður gefi kost á sér til þeirra starfa.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.1.2007 kl. 02:23
Sæl,gmaría. Góður pistill hjá þér.
Kv.Svig.
Rauða Ljónið, 19.1.2007 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.