Fyrningarleið var fær fyrir 15 árum, en ekki núna.

Einn og hálfur áratugur en langur tími í þróun mála og það er og verður Akkilesarhæll núverandi stjórnvalda sem nú sitja í ríkisstjórn að hafa ekki látið sig málið varða svo nokkru nemi þá varðandi stefnu í breytingum á fiskveiðistjórninni sem stjórnarandstöðuflokkar.

Því slepptu stjórnmálaflokkarnir Samfylking og VG, til þess að forða sér frá óþægilegu deilumáli, utan þess að tala fyrir fyrningarleið sem nú er dustað rykið líkt og tíminn hafi staðið í stað.

Að öllum líkindum þurfum við Íslendingar erlendan sérfræðing til þess að feta veg breytinga á fiskveiðistjórninni af einhverju viti.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Bitnar á bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að þetta sé ástæðulaus svartsýni Guðrún María. Mér finnst þú líta á þetta eins og svo mörgum hættir til að gera. Það er alveg einboðð að þegar aflaheimildirnar verða teknar aftur til fólksins þá missa einhverjir spæni úr sínum askagímöldum.

Ef um réttlæti og bein mannréttindi er teflt þá eru fésýslustofnanirnar aukaatriði því þetta eru bara hagstjórnartæki sem eiga ekki að hafa sjálfstæðar þarfir. Bankaeigendur hagnast eða tapa eftir því hvernig vindar blása í þeirra umhverfi og öllum á að vera skítsama nema eigendunum.

Íslandi er stýrt af mönnum og þeir eiga að hafa fólkið í landinu í fyrirrúmi.

Lög eru aldrei góð nema í mesta lagi daginn sem þau eru samþykkt. Þetta verða stjórnvöld að skilja og vera reiðubúin til að breyta lögum þegar þess er þörf. Og það í einum grænum hvelli.

Til þess er þessi uppskrúfaða bjánahjörð. 

Árni Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband