Á lögreglan að rannsaka málið aftur fyrir Umhverfisstofnun ?

Eitthvað finnst manni þetta inngrip Umhverfisstofnunar í þetta mál út úr kú, satt best að segja og ég hélt að slík rannsókn væri alfarið á verkssviði sýslumanns og lögreglu á svæðinu án afskipta annarra af þvi hinu sama.

Það er alltaf eitthvað nýtt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lögregla rannsaki akstur Top Gear
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm, já... Kannski finnst starfsfólki þessarar Umhverfisstofnunar "Top Gear" þættirnir vera of "karllægir" :(

EK (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 03:47

2 identicon

Ég er ekki alveg að ná þessari umræðu um Top Gear, þeir eru alltaf á sjálf síns vegum þar sem þeir fara um heiminn og gera sér alveg fullkomlega grein fyrir áhættunni, og hafa örugglega ekki skemmt eða eyðilagt nokkurn skapaðan hlut, nema að koma landinu okkar góða enn frekar á kortið og ekki veitir okkur af því.

Þeir sem eru að ganrína þessa nauðsynlegu og góðu landkynningu ættu að strekkja í axlaböndunum og hífa upp um sig buxurnar og fara níður í miðbæ Reykjavíkur þegar halla fer á nóttina um hverja einustu helgi og virða fyrir sér sóðaskapinn eftir landann þar sem hann er búinn að dreifa pappír, plastglösum og glerbrotum-brotnum vínglösum og flöskum um allan miðbæinn, neðst á Laugaveginum, Bankastræti, Austurstræti, og Hafnarstræti svo eitthvað sé nefnt. Það er ömurlegt að horfa á þegar árrisulir útlendingar eru að ljósmynda þennan ófögnuð og dauðdrukkinn landann að veltast um eða í slagsmálum, það er EKKI GÓÐ landkynning. En vitið menn, síðan kemur hreinsunarlið á hverjum einasta föstudags,-laugardags,- og sunnudagsmorgni allan ársins hring og efalaust oftar og hreinsar, skúrar og skrúbbar á þar til gerðum tækjum og bílum, allt að sjálfsögðu á kostnað okkar skattborgaranna og almennings og engum ráðamanninum dettur í hug að gera nokkurn skapaðan hlut í þessum hrikalega kostnaði. Hvar á vegi eru ráðamenn eiginlega staddir?? Líttu þér nær!!

Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 09:32

3 identicon

Gleymdi að setja inn í Athugasemdir hér á undan, að ég er leigubílstjóri í aukavinnu oftast um helgar.

Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 09:48

4 identicon

Það er greinilega ekki nóg að gera hjá umhverfisstofnun fyrst orkan fer í að bögga jákvæða landkynningu. það þyrfti að athuga hvort ekki megi skera niður einhver stöðugildi þarna á umhverfisstofnun,  til að hjálpa við ríkishallan.

Hákon (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband