" Upp upp mín sál og allt mitt geð....

upp mitt hjarta og rómur með.

Hugur og tunga, hjálpi til,

herrans pínu ég minnast vil. "

Þetta erindi er það sem setið hefur fast í huga mér, gegnum tíðina, úr sálmum sr.Hallgríms Péturssonar en kveðskapur hans hefur öðlast dýpri merkingu eftir því sem árin líða.

Píslarganga frelsarans, er eitthvað sem okkur kristnum mönnum er óhjákvæmilega hugleikin um þessar mundir og vissulega geta margir heimfært sínar aðstæður hvers eðlis sem eru sem ákveðna píslargöngu í nútíma lífi, ekki hvað síst þegar skóinn kreppir í voru samfélagi og lífsbaráttan harðnar.

Vonin sem fólgin er í upprisu frelsarans er ljós í líf mannsins, og bænin er lykillinn að þeirri hinni sömu von.

Bæn um hið góða og leiðsögn í vegferð gegnum torfærur á vegum okkar mannanna.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Passíusálmar lesnir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband