Hvar eru yfirlýsingar stjórnvalda um skuldavanda heimilanna ?

Þessi ríkisstjórn hefur verið fámál, og það eitt að reyna að ræða við fólkið í landinu varðandi þá stöðu sem við blasir hjá fjölda manns er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt sem og nauðsynlegt í þessum aðstæðum eins þjóðfélags. Menn virðast ekki átta sig á því.

Það er ekki nóg að hitta nokkra hér og þar á bak við tjöldin, ráðamenn þurfa að koma fram í fjölmiðlum og benda á þær leiðir sem þeir hinir sömu hafa fram sett, hvers eðlis sem eru.

Það hefur allsendis ekki verið gert með því móti sem þarf, því miður hvað þá að stjórnvöld hafi stuðlað að almennum aðgerðum varðandi skuldavandann í formi lagaumhverfis á Alþingi.

Það virðist henta ríkisstjórnarflokkum ágætlega að fjármálastofnanir megi vera á kafi í fyrirsvari um aðgerðir hinar og þessar í fjármálalífinu innanlands, sem eru væntanlega samkvæmt skilaboðum sitjandi stjórnvalda í formi laga, meðan sitjandi ríkisstjórn steinþegir.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is 800 manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband