Umhverfisvænn sjávarútvegur þarf ekki stærri skip, það er augljóst.

Kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi hefur innihaldi sístækkandi einingar í formi fiskiskipaflota landsmanna , fjölveiðiskip með ofurgetu til fiskveiða langt á hafi úti. Á sama tíma hefur sjómönnum fækkað með handfæri og línu eins vitlaust og það nú er. Það er sama sagan hér og í landbúnaðargeiranum að hið gengdarlausa áhorf á stærðarhagkvæmni er og hefur verið algjört á kostnað nausynlegrar þróunar atvinnuvega sem ekki endilega er í átt þess að einingar stækki heldur þvert á móti þarf að auka hlut smærri eininga sem falla undir veiðar í sátt við lífríki sjávar. Sökum þess er fiskur veiddur á handfæri og línu verðmeiri á mörkuðum en fiskur sem mokað er upp í botnveiðarfæri sem raska kunna lífríki og uppvaxtarskilyrðum fiskjar. Með öðrum orðum umhverfisvæn veiðarfæri til fiskveiða er eitthvað sem við Íslendingar verðum að gjöra svo vel að sýna fram á að við veiðum fiskinn með í framtíð komandi , hvort sem okkur líkar betur eða ver.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt fyrir komu

Ólafur fannberg, 12.1.2007 kl. 08:11

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. Þörf ábending sammála Kv, Svig

Rauða Ljónið, 12.1.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband