Lífrænn landbúnaður á Íslandi , þarfnast brautargengis.
Föstudagur, 12. janúar 2007
Það er engin tilviljun að lífrænt ræktaðar matvörur skuli nú fluttar inn hingað til lands, því eftirspurn neytenda eftir slíkri vöru er fyrir hendi. Íslendingar geta að sjálfsögðu aukið hlut sinn verulega í þessu efni hvað varðar matvælaframleiðslu með lífrænt ræktuðum afurðum. Seinagangur okkar Íslendinga er hins vegar algjör þegar umbreyta þarf einhverju sem horfa kann til framfara svo ekki sé minnst á tekjuauka í þessu efni. Lög um lífrænan landbúnað litu dagsins ljós á Alþingi árið 1994 en styrkveitingar til þessarar tegundar landbúnaðar hafa mér best vitanlega verið í litlu samræmi við styrki til hefðbundins landbúnaðar sem meira og minna gerir út á stórframleiðslu afurða . Það atriði sem Bændasamtökin fóru út í að borga bændum til að hætta til þess að fækka og stækka bú var að mínu viti hrein og bein vitleysa af hæstu gráðu því mér segir svo hugur um að til þess að koma aftur á fót til dæmis lífrænni ræktun muni þurfa styrki eðli máls samkvæmt því það tekur tíma að koma slíku á fót, vegna staðla og vottunar um til dæmis fóður sem er laust við notkun tilbúins áburðar á tún til fóðrunar gripa þar sem friða þarf landsvæði ákveðinn tíma. Af hverju getum við Íslendingar gegnið inn á svið lífrænnar framleiðslu, jú Finnar frændur okkar eru með stærsta markaðshlutdeild á Norðurlöndum í slíku ef ég man rétt.
Hér er á ferðinni atvinnuskapandi umhverfisvernd sem jafnframt eykur hollustu matvælaafurða.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Hér er á ferðinni atvinnuskapandi umhverfisvernd sem jafnframt eykur hollustu matvælaafurða"
Þetta er einfaldlega ekki rétt. Lífræn ræktun er ekki hollari. Síðan hefur ekki verið sýnt fram á að hún sé umhverfisvæn til langs tíma litið. T.d. er líklegt að ef hún yrði tekin upp allsstaðar þá þyrfti að tortíma miklu skóglendi til þess að fá nægt ræktarland.
Fræðingur, 13.1.2007 kl. 00:56
Fræðingur.
Ég verð að vísa þessum þinum fullyrðingum á bug, varðandi það atriði að lífræn matvæli séu ekki hollari . Varðandi það atriði að lífræn ræktun sé ekki umhverfisvæn til langs tíma litið þá er það einnig atriði sem vísa verður á bug , sökum þess að hér er verið að ræða Ísland, sem hefur nú þegar mun meira ræktað land en nýtt er og nytjað, og skóglendi hér á landi þarf ekki að grisja heldur er það nú þegar eitt form búskapar nú þegar , undir formerkjum sjálfbærni og umhverfisverndar til langtíma.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.1.2007 kl. 01:25
Að hvaða leiti eru lífræn matvæli hollari ? Ertu með eitthvað annað heldur en tilfinninguna til þess að sanna það ?
Það er hinsvegar rétt hjá þér að á Íslandi er nú ekki sérlega mikill skógur til þess að farga ;) En ég var að benda á heiminn ekki bara Ísland. Þetta er aðallega vegna þess að það er nærri því ómögulegt að fá svipaða nýtni úr lífrænni ræktun og fæst úr venjulegum landbúnaði. Það er einfaldlega vegna þess að það þarf köfnunarefni í jarðveginn og ef að þú notar ekki áburð þá þarf að rækta plöntur sem binda köfnunarefni í jarðveginn.
Þannig að lífræn ræktun ætti að ganga ágætlega hér á landi, en hún er ekki fullkomin og það er eitthvað sem gleymist oft í umræðunni.
Fræðingur, 13.1.2007 kl. 02:30
Blessaður góði reyndu að kynna þér eitthvað um þessi mál, sökum þess að flestir vita að lífrænt ræktaðar afurðir eru hollari, að sjálfsögðu sökum þess að alls konar drasl aukaefna er ekki að flækjast fyrir í lífkeðjunni. Það þarf að auka hlut þessarar framleiðslu hér en þar með er enginn að segja að slíkt muni gera það að verkum að leggja af núverandi framleiðslu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.1.2007 kl. 01:13
Þú heldur sem sagt að ég hafi ekkert kynnt mér þessi mál vegna þess að ég er ekki sannfærður um hollustu lífrænna matvæla (þetta er svipað því að segja að allir sem eru í frjálslynda flokknum séu illa upplýstir og séu því í þeim flokki). Það er ósköp einfeldningsleg afstaða. Síðan segirðu „flestir vita“, þetta er ekkert annað en rökvilla þar sem þú ert að höfða til álit fjöldans (appeal to popularity) sem er ekki endilega byggt á neinu raunverulegu.
Síðan virðistu halda að engin aukaefni séu notuð í lífrænni ræktun, þar er einfaldlega rangt. Það eru nokkur efni notuð eins og kopar súlfat (veldur lifrarskemmdum hjá bóndum) og rotenone (getur valdið parkinsons). Aðalvandinn sem ég sé við lífræna ræktun er skortur á rannsóknum, þar sem það hefur ekki verið ennþá verið sýnt nægjanlega vel fram á það að þessi ræktunaraðferð sé betri en einhver önnur.
En miðað við skrif þín, þá tel ég ólíklegt að fái þig til þess að skoða hlutina á gagnrýnan og fordómalausan máta, en maður vonar samt.
Fræðingur, 14.1.2007 kl. 05:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.