Hvernig á að breyta kvótakerfinu ?

Ég heyrði Friðrik ræða um það atriði í Kastljósi um daginn að LÍÚ, hefði á sínum takteinum breytingar sem þeir vilja koma fram á kerfinu, en hverjar eru þær og hvers vegna hafa útgerðamenn ekki kynnt þær enn sem komið er ?

Fyrningarleið Samfylkingarinnar er því miður ekki leið út úr ógöngum þessa kerfis, sú leið var möguleg fyrir rúmum áratug en er það ekki nú.

Alls konar uppboðshugmyndir á aflaheimildum eru einnig sama dellan.

Allt of margir hugmyndasmiðir að breytingum, hafa malað undanfarin ár þar sem hver hangir eins og rjupa á staur sinna eigin hugmynda og ómögulegt að koma sér saman um grundvallaratriði nauðsynlegra breytinga.

 Kerfi þessu er auðvitað hægt að breyta til bóta með þáttöku útgerðarmanna eða þá í andstöðu við þá hina sömu ef þarf, en til þess þarf stjórnvöld með bein i nefinu.

Það væri því betur að Friðrik viðraði hugmyndir útgerðamanna til breytinga í stað þess að argaþrasast út í strandveiðarnar, því það tekur þvi ekki.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Óvitaskapur í sjávarútvegsráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Ég er samála þér,það þarf stjórn með bein í nefinu til að breyt þessu kerfi,og það er örugglega ekki stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar,kvótakerfið er þeirra afkvæmi sem þeir elska og munu  aldrei breyta.kv

þorvaldur Hermannsson, 18.1.2010 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband