Aðkoma stjórnmálaflokka á þingi að þjóðaratkvæðagreiðslu um lög er synjað hefur verið, skyldi engin vera.

Mín skoðun er sú að hvorki sitjandi stjórnvöld, ellegar minnihluti á Alþingi Íslendinga, eigi með nokkru móti að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu almennings varðandi lög er vísað hefur verið í þjóðaratvæði.

Ég lít svo að við afgreiðslu laganna endi hlutverk alþingismanna, þar til þjóðin hefur sagt sitt um mál er forseti hefur vísað þangað til atvæðagreiðslu.

Flokkarnir geta fundað innan sinna raða en almenningur í landinu sem fylgst hefur með umfjöllun um þetta mál til langtíma á þinginu, hvoru tveggja þarf og verður að hafa myndað sér skoðun á málinu, enda bendir leitan til forseta um synjun laganna hvað varðar fjölda kosningabærra manna þess vitni að meirihluti þjóðþings gangi gegn meirihlutavilja þjóðarinnar.

Hér er um mikla spurningu að ræða gagnvart þróun lýðræðis þar sem gera verður þá kröfu að almenningur fylgist með þróun mála á hinu háa Alþingi um eigin mál.

Jafnframt verður að gera þá kröfu til valdhafa að viðkomandi hafi í öllu ferli málsins komið fram með allar þær upplýsingar fyrir þjóðþingið sem skipta máli og þar sé ekkert undanskilið.

Hver og einn einasti flokkur ætti þvi fyrst og fremst að tala máli lýðræðis þess efnis að mál þetta sé nú í valdi þjóðarinnar að ákveða, án spurningar um það hver fer með valdatauma hverju sinni hvar og hvenær.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband