Hafi Brown verið geggjaður, hvað þá með ríkisstjórnarflokkana ?

Það skyldi þó aldrei vera að algjör geggjun hafi hlaupið í ráðamenn varðandi það atriði að bankar féllu í hruni, og það atriði að Gordon Brown hafi eins og ekkert væri greitt innistæðueigendum tap af icesavereikningum, með skattfé breskra skattgreiðenda, er án efa umdeilanlegt.

Að íslensk stjórnvöld skyldu síðan í framhaldinu taka að sér að yfirfæra þann reikning til handa íslenskum skattgreiðendum, sem eru ögn færri en Bretar, er ein tegund geggjunar.

Viðbrögðin voru með öðrum orðum , " við borgum allt og björgum öllu, einkum setu okkar sjálfra við stjórnvölinn..... "

Þegar síðan menn hleypa heimdraganum með staðreyndir mála í þessu efni og fleiri viðra skoðnir á málum þá furða menn sig eðlilega á firringu ráðamanna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Telegraph: Engin ástæða til að Íslendingar greiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband