Færsluflokkur: Ljóð

Trúin og lífið.

Rakst á gamlan kveðskap í skúffunni.

 

 Það er oss hugarefni,

 hvort hlúum við að trú,

 hvort náum eða sjáum,

 nauðsyn þessa nú.

 

Þótt ryðjir braut með rökum,

reyndar færð ei séð,

þann kraft er æðri máttur

öllum oss fær léð.

 

Þegar glys og glaumur

gleymist þér um stund,

þá mun hjartað  leita

enn á nýja grund.

 

Þú getur alltaf beðið,

því bænir eru von.

Von um allt hið góða,

trú á Krist Guðs son.

 

Trúin á hið góða,

er trú á sjálfan þig,

trú á tilgang alls sem er,

lifir, hrærist, lífs um stig.

 

Ef lítur yfir líf þitt

og lætur hugann reika,

sérðu að vegir sannleikans,

sífellt sköpum skeika.

 

Því sannleikur er gullið

sem gefur hver af sér,

sálarinnar fjársjóður,

er sigrar þar og hér. 

 

Gmo. 


Þjóðmálin, gömul hugleiðing úr skúffunni.

Er manneskjan ávallt í öndvegi sett,
í ákvörðun þróunnar framvindu mála,
eða er sú speki úr bókunum flett
að best sé að ryðja brautina hála ?

Hin bókhneigða þjóð sem að býsnast svo mjög yfir vanda,
hvar er nú lærdómur sá er í bókum skal standa ?
Hvert hefur borið oss skilgreining menntunarstétta,
hvar eru orð eins og samhæfing upp á að fletta ?
Er viðskiptasiðferði krónur og aurar til skjala,
kemur vor hagfræði, kanski ekki til með að tala ?

Mennta ber þjóðina meira í raun,
margra ára lærdómsmenn vita ekki baun.
Vilja svo taka sér verkin til handa,
allt skal í klásúlum kenninga standa.

Forsendur málanna fljúga til hæða
orðin um markmið og tilgang þau flæða
og hver er svo árangur eftir allt þetta ?
Jú menn þurfi bókunum betur að fletta.

Að réttlæti í orði sé réttlæti á borði,
að mannúð og sanngirni sjái hér ljós
og síglaðir spekingar sjái til fjalla,
úr frumskógi rökhyggju frjálsræðishalla.

Gróðahyggjan gín úr augum manna,
getur eitthvað kostað hjartað sanna ?
Göfugur og glaðlyndur var maður einu sinni,
en göfugmennskan gleymd er nú
og gleðin skrifast tap í baráttunni.

Getum við gert aðeins betur en gerum við nú ?
Getum við gengið fram veginn í sannleika og trú ?
Getum við haft uppi réttlæti í orði og á borði ?
Skilgreint með vissu, muninn á hausi og sporði.

GMÓ.


Úr skúffunni.


Það ætti að koma að því,
að almenningur sér,
hve ágætt er að búa í þessu landi,
og finna nálægð náttúrunnar,
hvert sem litið er,
og lífskjörin eru ei það léleg
að okkur ein þau grandi.

En það er okkur nauðsyn
að deila og fella dóma.
Spekúlera spjátrungslega
sem spekingar um allt.
Finna ávallt færa leið
sem sé oss mest til sóma.
Sjá alla hluti í nýju ljósi
hvern einn liðinn dag.

ps.( það þarf bara að skipta um ríkisstjórn.)

GMÓ.


Óður til náttúrunnar.

Mitt landið fagra, fegurð þína, finna má í gengnu spori,
mitt landið fagra fegurð þín er fullkomin á hverju vori.
Mitt landið fagra, fjöllin þín, hin græna grund og gjöful jörðin,
mitt landið fagra, vatn og lækir fylla lífsins fjallaskörðin.

Mitt landið fagra, ætíð skal ég vernda þig og verja falli,
mitt landið fagra, ómar þínir hljóma munu á hæsta stalli.
Mitt landið fagra, gróðapungar aldrei skulu fá,
að gera þig að markaðsvöru, meðan augun sjá.

kv.Guðrún María.


NÚ eflum við iðnað til sjávar og sveita,.....

Nú eflum við iðnað til sjávar og sveita,

vor íslenzka þjóð veit hvert ráða er að leita.

Við lifum af landinu er lífsbjargir gefur,

vor aldanna reynsla, hver landsmaður hefur.

 

Þegar vor stjórnvöld í villu og svíma,

vita ei hvernig skal skútunni stíma.

Vilja til Evrópu færa allt vald,

fullveldi og sjálfstæði bak við það tjald.

 

Stjórnmálaflokkarnir hagsmuna gæta,

fjársterku hagsmunir, fólkinu mæta,

fólkið sem kaus þessa flokka til valda,

finnur ei stein yfir steini er skal standa.

 

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


Nýtt Ísland.

Auðvitað þurfti hér allt helst að hrynja til grunna,

áður en menn gátu séð það að byrgja þarf brunna.

Í lífsgæðakapphlaupi milljarðamæringar undu,

dýrkaðir útrásarvíkingar á sömu stundu.

Allt er í heimi hér hverfult og krónur í magni,

heita ei  "hagræðing" lengur sem hluti að gagni.

Þjóðin í kviksyndi fjárglæfra misvitra ráða,

hver skapaði skilyrðin þessi, til þvlíkra dáða.

Útrásarvíkingar ekki áttu sæti á þingi,

þar voru aðrir sem núna ferðast í hringi.

 

 ( frumsamið af fingrum fram )

kv.Guðrún María.


" Tala máttu, stundum ef talar ekki hátt.... "

Samkvæmt fyrstu málsgrein, þá er bannað hér að tala,

 

önnur málsgrein segir, nú kem ég til skjala.

 

Tala máttu stundum ef talar ekki hátt,

 

og talar ekki um það sem á að fara lágt.

 

( gamalt úr skúffunni)

kv.Guðrún María.


mbl.is Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið það er fullt af ýmsu...

Lífið það er fullt af ýmsu, fagurlega gerðu.

ef að aðeins örlítið, af tíma þínum verðu,

til þess að líta kring um þig og sjá það sem að er,

finnur þú að fegurðin, fylgir alltaf þér.

 

kv.Guðrún María.


Samkvæmt fyrstu málsgrein, þá er bannað hér að tala....

önnur málsgrein segir, nú kem ég til skjala,

tala máttu stundum, ef talar ekki hátt,

og talar ekki um það, sem á að fara lágt.

 

( gömul vísa úr skúffunni um endurskoðun ákvæða um tjáningarfrelsi á sínum tíma )

kv.Guðrún María. 

 


Viljir þú svívirða saklausan mann...

Gömul vísa, hugleikin þessa dagana.

 

" Viljir þú svívirða saklausan mann,

   segðu þá eitthvað, niðrandi um hann.

   Láttu það svona í veðrinu vaka,

   þú vitir hann, hann hafi eitthvað unnið til saka. "

 

man ekki höfund.

kv.Guðrún María.

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband