Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2021

Mánaðarbið eftir tíma hjá heimilislækni á Selfossi.

 

Hringdi í morgun að panta tíma hjá mínum heimilislækni og fékk tíma eftir mánuð.
Þessi langi biðtími í fyrstu tegund heilbrigðisþjónustu finnst mér óviðunandi, þótt mér sé kunnugt um að fólksfjölgun hér á svæðinu hafi verið mikil.


Fólksfjölgun á svæðinu hlýtur að fylgja aukið fjármagn til þeirrar grunnþjónustu sem lögum samkvæmt ber að framfylgja.


Ég las mér til inni á heimasíðu Landlæknisembættisins, þar sem finna má viðmiðunarreglur frá 2016 um bið í slíka þjónustu, þar sem biðtími til heimilislæknis skal ekki vera lengri en 5 dagar.


Nú veit ég ekki hvort þessi biðtími til heimilislæknis er sama tímalengd annars staðar á landinu, en fróðlegt væri að vita hvort sú er raunin.

Hér er hins vegar hægt að hringja snemma morguns og panta samdægurstíma, nokkrar mínútur, hjá læknum sem eru á vakt.


Mikilvægi þess að hafa heimilislækni sem hefur yfirsýn yfir heilsufar manns og samskipti innan kerfisins er mikið. Jafnframt er traust millum sjúklings og læknis eitthvað sem skiptir máli.


Tilgangur þess að hafa heimilislækni finnst mér einhvern veginn, úti á túni, þegar biðtími er svo langur sem raun ber vitni.


kv. Guðrún María.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband