Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017

Hugleiðing um viðbótarvítamín.

Ég hef verið að kljást við heilsuvandamál undanfarið til viðbótar við mitt lélega bak, vandamál í fótum þar sem bólga við lið í öðrum fæti hefur verið þess valdandi að ég hef varla getað gengið nokkurn skapaðan hlut. Jafnframt hefi ég fengið bólgur í liði á höndum. Jú sennilega bara gigt og ekkert við því að gera að ráði hefi ég hugsað með mér. 

Ég hefi hins vegar verið að taka inn auka kalk nú í nokkur ár þar sem ég er ekki mikið í mjólkurvörum og að ráði doktors. Jafnframt ráðlagði doktor að ég skyldi taka innviðbótar magnesíum.

Nú síðast keypti ég þessi tvö efni saman í einni töflu, þar sem kalkið er rúmlega helmingi meira en magnesíum.

Nú í dag var ég í viðtali við hjúkrunarfræðing sem hefur verið að setja upp hreyfiprógramm fyrir mig og hún sagði að magnesíum og kalk ætti ekki að taka saman. Ég hafði heyrt þetta áður en fór að lesa mér betur til um þetta á netinu og fann þá afar fróðlegar upplýsingar um það að þessi tvö efni skyldu ekki tekin inn saman.

Því til viðbótar kom það einnig fram að hlutfall þessara tveggja efni skyldi vera 2 hlutar magnesíum á móti einum hluta af kalki.

Afar fróðlegt að mér fannst en jafnframt kom það fram á nokkrum stöðum í greinum sem ritaðar voru að kalkið í röngum hlutföllum við magnesíum getur gert ýmsan skaða í líkamanum t.d safnast í liði.  

Ég hef í hyggju að gera hlé á mínu bætiefnaátií bili eftir þennan lestur en sannarlega vildi ég að einhver hefði frætt mig meira einhvers staðar um það hið sama.

Lesefnið sem ég fann var ekki á íslenskum síðum heldur enskum.

Nóg í bili.

kv.Guðrún María.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband