Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016

Ég kýs Davíð Oddson til forseta.

Mér til mikillar ánægju kom Davíð Oddsson fram á sjónarsviðið sem frambjóðandi til forseta en að öðrum kosti hefði ég verið í virkilegum vanda varðandi það hvernig ég skyldi verja atkvæði mínu. 

Mig undrar það verulega hversu mikið fylgi Guðni virðist sækja samkvæmt skoðanakönnunum en manninn þekki ég varla neitt hvað varðar nokkurs konar þáttöku á þjóðmálasviði annað en það að hafa hlýtt á hann sem álitsgjafa hjá Ríkisútvarpinu, annað ekki.

Ég vil forseta sem hefur til að bera reynslu af stjórnmálasviðinu , ég tel það farsælt fyrir land og þjóð.

Ég hef aldrei verið flokksbundin í Sjálfstæðisflokknum en ég hefi haft mætur á Davíð Oddssyni gegnum tíðina og kaus hann til borgarstjóra í Reykjavík á sínum tíma. 

Hann ber höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur til forseta þessu sinni að mínu mati.

 

kv. Guðrún María.


mbl.is Hart tekist á í forsetakappræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband