Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014

Um daginn og veginn.

Það væri nú afskaplega gott að fá nokkra samfellda sólardaga hér sunnanlands þetta sumarið, svona fyrir okkur sem höldum okkur heima hér um slóðir, svo ekki sé  minnst á bændur við heyskap.

Ég stunda annars mína sjúkraþjálfun áfram tvisvar í viku og er afar þakklát fyrir það hve mjög sú þjálfun hefur hjálpað mér við að bæta líðan mína og getu til athafna varðandi mitt stoðkerfi líkamans og hreyfingu alla. 

Ég þoli hins vegar ekki mikið erfiði og verð að sníða mér stakk eftir vexti og mæla magn athafna hvern dag fyrir sig, hvers eðlis sem eru, en það lærist að passa sig.

Enn á ég mér þann draum að geta unnið létta vinnu einhverjar stundir í viku hverri en það kemur í ljós hvort sá hinn sami draumur rætist.

Þessi tími ársins þegar byrjar að húma að á kvöldin í lok júlí finnst mér alltaf notalegur tími, eins notalegur og þegar birta vorsins stimplar sig inn með fuglasöng og alles í lok apríl og byrjun maí.

Hver árstíð hefur sinn sjarma, sumar, vetur, vor og haust.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband