Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Evrópusambandið mun liðast í sundur.

Þegar yfirstjórnunarvaldið kostar of mikið í þessu sambandi þá er aðeins ein leið til staðar, þjóðirnar munu draga sig út úr því hinu sama, og það atriði hvert stefnir, ætti að vera augljóst nú um stundir.

Hvað okkur Íslendinga varðar þá er aðildarumsókn okkar að þessu bandalagi nú pólítiskt viðundur í raun, gjörsamlega á skjön við hagsmuni hvers konar.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa gengið þessa vegferð kostnaðar á kostnaðar ofan að standa í viðræðum um aðild að bandalagi sem ef til vill verður ekkert þegar fram líða stundir og meirihluti þjóðarinnar hefur ekki áhuga á að taka þátt í.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Geta ekki valið það besta úr ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðskrum Hreyfingarinnar.

Í mínum huga er sú afstaða þessara þingmanna þess efnis að vilja ekki efnisbreytingar á tillögum sem vægast sagt þurfa verulegrar endurskoðunar við, einungis lýðskrum.

Lýðskrum með það að markmiði að bakka upp tvo stjórnlagaráðsmenn sem hyggjast gefa kost á sér með sambræðslubandalaginu Dögun, sem sömu þingmenn tilheyra.

Það atriði að það sé ekki hlutverk þingmanna að breyta frumvörpum frá Alþingi, hvað er þá hlutverk þingmanna ?

Lýðskrumið allt kringum þetta mál nær nýjum hæðum með þessari yfirlýsingu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hafna efnisbreytingum á frumvarpi stjórnlagaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastljós sjónvarps í kvöld, alvöru rannsóknarblaðamennska, málið þyngra en tárum taki.

Ég hef örugglega ekki verið ein um það að límast við skjáinn í kvöld við umfjöllun Kastljóssins um þetta mál, en sú hörmung sem þar kom fram og snertir að virðist fjölmarga einstaklinga í voru þjóðfélagi, er sorglegur vitnisburður um andvaraleysi eins samfélags, gegnum árin.

Þeir Kastljósmenn sem þátt þennan unnu sýndu að til er alvöru rannsóknarblaðamennska í landinu, hafi þeir þakkir fyrir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Barnaníðingur yfirheyrður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnuskrá Samfylkingar um inngöngu í Esb er eins og heilög kú á Indlandi.

Hið meinta jafnaðarmannaríki Evrópu sem stefnuskrá SF vísar til að virðist hvað varðar inngöngu í þetta bandalag er orðið að heilagri kú, sem flokksmenn tilbiðja og neita að skoða breyttar aðstæður alveg sama hverjar eru, allra handa, því stefnuskrá flokksins er ofar öllu slíku.

Auðvitað er það er það í senn stórhlægilegt sem og grátlegt að fylgjast með slíku á stjórnmálasviðinu þar sem menn berja hausnum við steininn og viðurkenna ekki lýðræðisleysið við ferli þetta og andstöðu meirihluta þjóðar gegn máli þessu.

Samfylkingin hefur einangrað sig sem einstefnuöfgaflokkur hér á landi, einkum og sér í lagi vegna afstöðu sem og endurskoðunarleysis í þessu máli.

Það er rétt sem Ragnar bendir á að flokkar við stjórnvölinn sem komið hafa að stað viðræðuferli án þess að þjóðin hafi verið spurð um vilja, vitandi um meirihlutaandstöðu við málið, eru í raun að skaða orðspor Íslands til lengri og skemmri tíma.

Mál er að linni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Rangt að draga ESB á asnaeyrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jöfnuður Samfylkingar og Vinstri Grænna, að hundsa aldraða og öryrkja ?

Það er til háborinnar skammar fyrir þá flokka er sitja við stjórnvölinn að gefa loforð sem ekki er staðið við varðandi tímabundnar skerðingar á lífeyri aldraðra og öryrkja.

Enn eigum við meðal okkar fólk sem skilað hefur okkar samfélagi miklu en hefur samt sem áður ekki áunnið sér lífeyrisréttindi á vinnumarkaði sem skyldi.

Þetta sama fólk má þurfa að taka öllum skattahækkunum þessarar ríkisstjórnar sem komið hafa til sögu og aukið hafa kostnað við framfærslu hvers eins einstaklings í þessu landi, en hækkun lífeyris sem fryst var í 3 ár og átti að hækka um áramót er svikin af valdhöfum.

Ég skora á þingmenn þessarar þjóðar sem sitja á Alþingi Íslendinga að taka mál þetta upp á þingi, og ekki væri verra að Þjóðkirkjan gerðist málsvari þeirra sem þetta mega meðtaka nú um stundir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Réttmætur lífeyrir skertur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn er sagna bestur, tillögur að nýrri stjórnarskrá eru því miður " handónýtt plagg ".

Núverandi stjórnarherrar VG og Samfylkingar höfðu ekki dug í sér til þess að festa fingur á þessu máli og taka það til meðferðar á þingi eftir að hafa hundsað Hæstarétt og skipað stjórnlagaráð eftir ógildingu kosninganna.

Þess í stað var valin " LÝÐSKRUMSAÐFERÐIN " sem var sú að gera ekkert með málið og setja það bara beint í þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess að geta svo skýlt sér bak við það " vilja þjóðarinnar ".... þrátt fyrir ábendingu fræðimanna um alla þá vankanta sem til staðar voru.

Hreyfingin spilar á Lýðskrumstrommur ríkisstjórnar í þessu efni, þar sem viðkomandi telja að virðist allt algott við þessar tillögur sem er stórfurðulegt.

Til þessa að setja punktinnn yfir i ið er hluti stjórnlagaráðsmanna komnir í framboð til Alþingis í heilagri krossför með eigin tillögugerð sem ég tel handónýtt plagg sem grunn að nýrri stjórnarskrá.

Raunin er sú að þarna var betur heima setið en af stað farið, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Margt óskýrt og flókið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska landsmönnum árs og friðar og framsóknar á nýju ári.

Ég kveð árið sem er að líða og fagna nýju ári þessi áramót sem endranær.

Ég þakka fyrir allt það góða sem árið hefur borið í skauti sér en þetta ár hefur verið reynsla fyrir mig að mörgu leyti, ekki hvað síst úrvinnsla þess áframhaldandi að eiga ekki heilsu til þess að geta alla hluti af sjálfsdáðum eins og árið áður.

Allt hefur sinn stað og tíma og óhjákvæmilega þarf maður að aðlaga því sem er mögulegt hverju sinni.

Ég vona að mitt þjóðfélag muni sækja fram á komandi ári og aukin atvinnutækifæri til handa landsmönnum sjái dagsins ljós, með skynsamlegu skipulagi umgjörðar allrar af hálfu kjörinna stjórnvalda.

Óska landsmönnum árs og friðar og framsóknar á komandi ári.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband