Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
Þjóðvegur 1. varinn undir Eyjafjöllum.
Þriðjudagur, 31. janúar 2012
Það eru vissulega hetjur á vinnuvélum sem barist hafa við afleiðingar gossins í Eyjafjallajökli, með því að grafa niður farveg Svaðbælisár, en það gífurlega magn efna sem þar er um að ræða er eitthvað sem fáir gera sér grein fyrir hve mikið er í raun.
Ef þessi stöðuga vinna hefði ekki verið í gangi, þá hefði þjóðvegur 1, rofnað oftar en einu sinni á tímabilinu sem liðið er frá gosi.
Það ber því að þakka fyrirhyggju við þessa framkvæmd.
kv.Guðrún María.
Einn í myrkrinu í baráttunni við ána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hlutaatvinnuleysi og vinnuslys.
Þriðjudagur, 31. janúar 2012
Launþegi sem verður fyrir vinnuslysi í 75 prósent vinnu, má ekki stimpla sig áfram atvinnulausan hjá Vinnumálastofnun, eftir að hafa slasast, það er bannað samkvæmt lögum.
Taka þá við slysadagpeningar sem mismunur ?
NEI.
Á hann einhvern rétt í sjúkrasjóði síns félags ellgar annan rétt.
NEI, vísað frá við alla slíka leitan.
75 prósent vinnuveitandinn fær 100 prósent slysadagpeninga, því Tr getur ekki skipt því hinu sama í hlutföll, og segir það bannað samkvæmt lögum.
Launþegi hefur samt sem áður greitt iðgjöld af 25 prósent atvinnuleysisbótum til stéttarfélagsins.
Til hvers ?
Getur verið að lágmarksupphæð hlutfalls slysadagpeninga skipti máli fyrir þann sem verður óvinnufær vegna vinnuslyss ?
Svarið er já.
kv.Guðrún María.
Hvað þýða skert útgjöld til málaflokka hjá ríki og sveitarfélögum ?
Mánudagur, 30. janúar 2012
Margsinnis hefi ég ritað og rætt um það að skilgreina eigi þjónustustig af hálfu hins opinbera varðandi lögbundin verkefni, þar sem almenningi er ljóst hvaða sveitarfélag heldur uppi þjónustu samkvæmt ákveðnum staðli um gæði þjónustu sem þau hin sömu veita. Sama á við um þjónustu er ríkið hefur með höndum.
Á tímum samdráttar þar sem skera þarf niður fjárframlög til hinna ýmsu málaflokka er þörfin fyrir slíkt enn ríkari þar sem almenningi er með skiljanlegu móti veittar upplýsingar um það hvað hið sama þýði um gæði þjónustu, fyrir og eftir niðurskurð fjárframlaga.
Auðvitað vilja allir sem sitja við stjórnvöl hverju sinni láta sinn hlut lita vel út og skilgreint þjónustustig gæða hinnar opinberu þjónustu því ekkert spennandi.
Hver og einn einasti þegn sem greiðir skatta á hins vegar kröfu um að að hafa jafnstöðu varðandi veitta opinbera þjónustu og hvers konar mismunun þar að lútandi á allsendis ekkert að vera fyrir hendi, hvernig svo sem menn koma til með að leysa þau mál.
Almennningur í landinu þarf að vita hver gæði þjónustu eru, hvort sem um er að ræða menntun, heilbrigði eða snjómokstur.
kv.Guðrún María.
Engin efnisleg rök fyrir því að ákæra einn af fjórum ?
Mánudagur, 30. janúar 2012
Hin pólítiska sýndarmennska í þessu máli öllu nær sínýjum hæðum á hverjum degi, og Alþingi væri sómi að þvi að draga mál þetta til baka og viðurkenna mistök í meðferð málsins.
Það er pólítisk sýndarmennska að halda áfram með ákæru gagnvart einum manni, af fjórum sem lagt var til að færu einnig fyrir dóminn, og það atriði að horfa á skiptar skoðanir í þessu máli eftir því hvar í flokkum menn standa, er ótrúlegt hreint og beint.
Dettur einhverjum í hug að sómi Alþingis standi eftir þegar Landsdómur sýknar einan mann af ákæru fyrir ábyrgð á hruninu ?
kv.Guðrún María.
Ákæran standi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er einhver munur á stefnu Íhaldsins og Samfylkingarinnar ?
Sunnudagur, 29. janúar 2012
Þessir flokkar sátu saman í fyrri ríkisstjórn og ekki komst fleygur milli forystumannanna þá, ef ég man rétt.
Oft hefur mér fundist markaðshyggja Samfylkingarmanna vera komin hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn, og Evrópuferðalagið er lítið annað í raun.
Hræðslan við Íhaldið heldur Samfylkingunni hins vegar saman , nú sem endranær.
kv.Guðrún Maria.
Landsdómsmálið fleygur íhaldsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Laugardagur, 28. janúar 2012
Ósköp er ég stundum þreytt á því að geta ekki það sem ég gat áður en ég rek mig stundum á veggi hér og þar og þannig verður það víst að vera, því ég læri jú hvar mörkin liggja í þvi hinu sama.
Lífið heldur áfram þótt maður sjálfur sé eins og maður er og maður þarf að aðlaga sig því hinu sama með þeim takmörkum sem þarf þar að lútandi.
Ég er búin að detta ofan í prjónaskap sem drepur tímann og ég hef gaman af en það þýðir að passa sig samt á þvi að sitja ekki of lengi í einu við það.
Hvers konar ferðalög milli staða undanfarið hefur þýtt það að mest öll orka fer í eitt ferðalag í snjóaveseni þvi sem við höfum haft, fyrir mig.
Leggjast og hvíla sig eða fara í bakbeltið eru mín meðul við verkjaveseninu sem hreyfingin orsakar, verkjalyf tek ég ekki nema ég sofi ekki vegna verkja.
Er núna búin að vera i sjúkraþjálfun tvisvar í viku frá lokum nóvember 2010, og það hjálpar vissulega, en ég bíð eftir göngufæri til að geta farið út að ganga, því til viðbótar.
Ég má ekki hlaupa, bara ganga en má ganga eins mikið og ég treysti mér til.
Ég er í raun mikið náttúrubarn og lít svo á að alls staðar getum við notið náttúrunnar einnig hér á höfuðborgarsvæðinu, eins og í minni fallegu sveit milli sanda.
Hafnarfjörðurinn er náttúruparadís, og ekkert er betra en að labba meðfram læk með sinn lækjarnið sem er innan seilingar í mínu nánasta umhverfi.
Allt spurning um að koma sér út úr húsi til þess arna.
kv.Guðrún María.
Athyglisvert verkefni.
Laugardagur, 28. janúar 2012
Ég held að það sé mjög jákvætt að skoða hvar leikur styður nám og öfugt og vonandi er að þessi rannsóknarvinna verði einnig samtengd yfir til grunnskólans sem aftur ætti að vera hægt að fá enn betri sýn á þá rannsóknarþætti sem hér er um að ræða.
Jafnframt hvar og hvenær hugsanlega þarf að hlúa að ákveðnum þáttum en frumbernskan er og verður afar stór kapítuli af okkur til framtíðar.
kv.Guðrún María.
Vilja auka þekkingu á leikskólastarfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Læknum ber að afhenda Landlækni slíkar upplýsingar.
Laugardagur, 28. janúar 2012
Það er sérkennilegt ef Landlæknir fær ekki upplýsingar sem eftirlitsaðili um hvers konar lækningastarfssemi í landinu, og það atriði að þær séu persónugreinanlegar er eitthvað sem embættið hlýtur að geta farið með rétt eins og læknarnir sjálfir.
Raunin er sú að ef sjúklingur leitar til Landlæknis og óskar eftir aðstoð við að fá þessar upplýsingar gegnum hann sem eftirlitsaðila, þá er læknum skylt að afhenda þær embættinu.
Það er því ótrúlegt að sjá þennan fyrirslátt í þessu sambandi af hálfu lækna og félaga þeirra.
kv.Guðrún María.
Munu ekki afhenda upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Og þeir þvo hendur sínar af fyrri afgreiðslu málsins, eða hvað ?
Fimmtudagur, 26. janúar 2012
Níutíu prósent flokksmanna Samfylkingar í Reykjavík vilja hefta málfrelsi á Alþingi að virðist, þegar kemur að tillögu um það að endurskoða aðferðafræði þingsins varðandi það að senda einn mann til að ákæra en sleppa flokksmönnum Samfylkingarinnar í þeirri hinni sömu atkvæðagreiðslu.
Samt sátu báðir þessir flokkar saman við stjórnvölinn, er hrunið dundi yfir.
Með öðrum orðum, það virðist eiga að gera upp hrunið með þvi að gæta þess vandlega að ekki falli kusk á hvítflibba eigin flokks, með málamyndarsjónleik hér að lútandi um vandlætingu á því að samþykkja ekki tillögu um frávísun.
Það færi betur að þakka fyrir það að menn gætu myndað sér sjálfstæða skoðun á málinu, eftir fyrri aðferðafræði flokksins á þinginu.
kv.Guðrún María.
90% fundarmanna ósátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áttu aldrei að leggjast af.
Miðvikudagur, 25. janúar 2012
Því ber að fagna ef menn vilja nú stuðla að því að hefja strandsiglingar að nýju, í stað þess að vera með alla flutninga á vegunum eins og verið hefur um tíma.
Mín skoðun er sú að þessar siglingar hafi aldrei átt að leggjast af, en batnandi mönnum er best að lifa og vel að menn skuli nú vera með þann kost uppi á borðinu.
kv.Guðrún María.
Strandsiglingar hefjist að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |