Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Kanski vantar kvenverkalýðsfélag !
Mánudagur, 21. júní 2010
Staða láglaunakonunnar í íslenskum vinnumarkaði hefur því miður lítið þokast þrátt fyrir fundahöld og ráðstefnur allra handa, aukna menntun osfrv....
því miður.
Samstaða kvenna er ánægjuleg en ef til vill þarf að stofna sérstakt kvenverkalýðsfélag svo þoka megi launajafnrétti fram á veg, jafnt hjá menntastéttum sem ófaglærðum.
Betur má ef duga skal.
kv.Guðrún María.
![]() |
Konur leggi niður vinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hversu miklar upphæðir í gengislánum, voru á vegum sveitarfélaga ?
Laugardagur, 19. júní 2010
Það verður fróðlegt að sjá hvernig framkvæmd nýgengins dóms, kemur til með að verða, en eitthvað hlýtur að hafa raskast í fjárlagagerð þingsins varðandi meðal annars skuldastöðu hins opinbera, s.s. sveitarfélaga með lántöku sem slíka, eða hvað ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Meiriháttar áfellisdómur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loksins VON, og bjartsýni að finna í ræðum ráðamanna.
Föstudagur, 18. júní 2010
Þjóðhátíðarræða forsætisráðherra var góð á þann veg að reyna að vekja von og bjartsýni hjá þjóðinni, en orð eru til alls fyrst í því efni, og það skiptir máli að leiðtogar þjóðarinnar tali kjark í þjóðina, því ekkert annað en kjarkur og dugur munu leiða okkur gegnum þrengingar hvers konar.
Virðing fyrir baráttu bænda undir Eyjafjöllum við náttúröflin, snerti minn hjartastreng, eins og án efa margra annarra, en það skiptir eins miklu máli að skynja vitund og ræða um þá hina sömu þætti eins og að viðhafa von og bjartsýni um mál öll, því ætíð skyldum við reyna að ganga til verka með slíkt í farteskinu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hagvöxtur að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnarskrárhugmyndir Evrópusambandsins, eru engu ríki til heilla.
Föstudagur, 18. júní 2010
Að vissu leyti er það hálf hlálegt að á sama tíma og ríkisstjórn sú er nú situr hér á landi vinnur að því að koma á stjórnlagaþingi til þess að endurskoða stjórnarskrá landsins, skuli einnig vera fyrir hendi aðildarumsókn að Evrópusambandinu þar sem ríki sem þangað ganga inn megja gjöra svo vel að undirgangast stjórnarskrá þá sem sambandið ákvað að búa til, við mismiklar vinsældir sambandsríkja.
Ég álít tilbúnað stjórnarskrár fyrir sambandið ein mestu mistök þess sem ekki muni enn sjá fyrir enda á.
Aðildarviðræður nú um Evrópusambandsaðils eru að mínu viti einhver sá óheppilegasti tímapunktur sem um getur, og ekki dettur mér í hug að við Íslendingar fáum einhverja " sérmeðferð varðandi aðalatvinnugrein okkar sjávarútveg" frekar en aðrar þjóðir.
Hagsmunir Evrópuþjóða eru fiskimiðin kring um landið og siglingleiðir og aðkoma í íslenskar hafnir þar að lútandi í komandi framtíð.
Enn hefur enginn getað sannfært mig um það að við Íslendingar þurfum ekki að láta meiri hagsmuni af hendi en við fáum með aðild að sambandsbandalagi þessu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Heilladagur fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Batnandi verkalýðshreyfingu best að lifa.
Fimmtudagur, 17. júní 2010
Vonandi er þetta fyrsta skrefið til þess að verkalýðshreyfingin færist nær baráttu fyrir ranverulegum kjörum umbjóðenda sinna.
Kemur í ljós.
kv.Guðrún María.
![]() |
ASÍ segir sig frá stöðugleikasáttmálanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Styður Læknafélagið leyfissviptingar heilbrigðisstarfsmanna með yfirlýsingum ?
Miðvikudagur, 16. júní 2010
Getur það verið að yfirlýsingar í þessu efni henti þegar hagsmunir lækna og lyfjafyrirtækja gætu verið, annars vegar en engar yfirlýsingar eru fyrir hendi þegar Landlæknir sviptir heilbrigðisstarfsmenn starfsleyfi svo sem til ávísana lyfja, meðal annars ?
Ekki verður það til þess að styrkja Landlæknisembættið sem óháðan aðila að Læknafélag Íslands kjósi að blanda sér í þetta mál, svo mikið er víst.
kv.Guðrún María.
![]() |
Styðja Landlækni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mun Samfylkingin leggja fram tillögur um að hætta hvalveiðum ?
Miðvikudagur, 16. júní 2010
Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með Samfylkingunni, eina stjórnmálaflokknum sem hefur aðild að Evrópusambandinu á stefnuskránni, hvort þeir hinir sömu taka nú til við að ræða um bann við hvalveiðum, til þess að þóknast Evrópusambandsþjóðum eins og Þjóðverjum sem ætla að setja það sem skilyrði inngöngu.
Auðvitað eigum við að ráða þvi sjálf hvort við veiðum hval eða ekki svo fremi það ógni ekki lífríki sjávar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Vilja að við hættum hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað ætlar Árni Þór að gera í þessu núna ?
Miðvikudagur, 16. júní 2010
Hér er enn eitt dæmið um tilraunir flokka í þessu tilviki VG, til þess að drepa á dreif vanda við að fást nú í dag, innanlands, með því að draga fram eitthvað í fyrrum stjórnarháttum sem kynni að verða til þess að sami flokkur yrði hvítþvegnari fyrir vikið.
Árni Þór stjórnarþingmaður spyr hér Össur utanríkisráðherra.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ísland greiddi fyrir vopn til Íraks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framfaraspor er stigið, við endurskoðun verðtryggingar.
Miðvikudagur, 16. júní 2010
Fyrsta skrefið er stigið við að endurskoða verðtrygginguna með þverpólítiskri nefnd við það verkefni, sem er þjóðþrifamál hér á landi.
Þingmaður Framsóknarflokksins Eygló Harðardóttir á heiður skilið fyrir baráttu sína í þessu efni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Nefnd skoði forsendur verðtryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formaður Framsóknarflokksins dró fram raunverulega stöðu mála á Íslandi.
Þriðjudagur, 15. júní 2010
Ríkisstjórn þessa lands hefur ekki treyst sér í almennar aðgerðir í skuldamálum heimila í landinu og sökum þess eru það kröfuhafarnir eins og Sigmundur Davíð bendir á sem varðstaða hefur verið slegin um en ekki heimilin eða atvinnulífið.
Því miður er þetta sá raunveruleiki sem landsmenn upplifa, dag hvern ,mánuð eftir mánuð og nú ár eftir ár.
Umsátur er orð að sönnu, þvi miður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Umsátur um heimilin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |