Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Skattagaleiða ríkisstjórnar bítur í skottið á sér.
Miðvikudagur, 30. júní 2010
Það mátti ljóst vera að ofurálögur skatta og gjalda, í viðbót við samdrátt í efnahagslífinu, myndi ekki skila sér sem skyldi, eins og kemur í ljós í upphafi þessa árs.
kv.Guðrún María.
Bæði tekjur og gjöld minni en áætlað var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afar furðulegt mál af hálfu Barnaverndarstofu, að virðist.
Sunnudagur, 27. júní 2010
Það er sannarlega eitthvað alveg nýtt að forstjóri Barnaverndarstofu rjúki til og geri eitthvað annað en að taka þátt í ráðstefnum og slíku.
Svo óvenjulegt að " einhver virðist maðkur í mysunni " í þessu efni, því fáir hafa meiri þekkingu en Guðmundur Týr, á meðferðarstarfi sem og þróun þess hér á landi um langan tíma.
Það atriði að taka börn í burtu úr meðferð er afar sérkennilegt af hálfu Barnaverndarstofu vægast sagt, því hvers konar aðgerðir skyldu ekki hafa átt að bitna á þeim er þjónustu hins opinbera nutu.
skrítið mál.
kv.Guðrún María.
Harmar atburðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Treystir VG, á andstöðu Sjálfstæðismanna við Esb, eða hvað ?
Sunnudagur, 27. júní 2010
Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur hefur fjarlægst eins mikið stefnu sína og Vinstri hreyfingin Grænt framboð í Evrópumálum, og nokkuð fróðlegt að sjá að formaðurinn virðist treysta á andstöðu annars staðar frá.
kv.Guðrún María.
Koma þessum draug frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er engin sátt um aðildarumsókn að Esb, þjóðin var ekki spurð ?
Sunnudagur, 27. júní 2010
Mistök Samfylkingar sem og VG voru þau að spyrja ekki þjóðina um hvort vilji væri fyrir hendi til þess að hefja aðildarviðræður við Esb.
Þau hin sömu mistök kunna að kosta okkur Íslendinga og margar krónur þegar upp er staðið.
kv.Guðrún María.
Óvíst hvort annað tækifæri gefist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Væntanlega er þetta tillagan sem Eiríkur Stefánsson las upp á Útvarpi Sögu.
Sunnudagur, 27. júní 2010
Ég hlýddi á Eirík Stefánsson á Útvarpi Sögu nú í vikunni þar sem sá hinn sami las upp tillögu sem hann hugðist leggja fyrir flokksstjórnarfund Samfylkingar, og ekki sé ég betur en að sá hinn sami hafi fengið máli sínu framgengt.
Það á hins vegar alveg eftir að koma í ljós hvernig flokkurinn mun framfylgja þessum tillögum.
Það mun tíminn leiða í ljós.
kv.Guðrún María.
Mega ekki láta undan þrýstingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lýðræðislegur meirihluti vill draga umsókn að Evrópusambandinu til baka.
Laugardagur, 26. júní 2010
Því ber að fagna að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa dregið fram þá afgerandi afstöðu sem þarna um ræðir.
Þeir sem ekki una lýðræðinu fara í fýlu og það er nú ekkert nýtt við það.
kv.Guðrún María.
Vilja draga umsókn til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðvitað krefjast Samtök iðnaðarins að farið sé að lögum.
Föstudagur, 25. júní 2010
Það gefur augaleið að hluti af atvinnuleysi og samdrætti sem til kominn er í einu þjóðfélagi hefur orðið til vegna þess að fyrirtæki í iðnaði hafa ekki ráðið við þær skuldbindingar sem falist hafa í hækkun lána sem þessara.
Krafa þeirra er þvi eðlileg.
kv.Guðrún María.
Krefjast endurgreiðslu frá fjármögnunarfyrirtækjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skil ég það rétt að ríkið eigi ekki að tapa krónu á hruninu ?
Föstudagur, 25. júní 2010
Dettur einhverjum í hug að hið opinbera geti haldið áfram eins og ekkert sé meðan eignaupptaka almennings í landinu hefur átt sér stað um
tveggja ára skeið ?
Það er nokkuð ljóst að tap af hruninu er mikið og allt spurning á hverjum það skuli skella með þunga og hingað til hefur það verið almenningur í landinu sem því hinu sama hruni hefur verið velt yfir á, meðan ráðstjórnarherrar hanga í núllþráhyggju reiknikúnsta, án þess að átta sig á nauðsyn almennra aðgerða sem fyrir löngu, löngu síðan áttu að vera komnar á koppinn.
kv.Guðrún María.
Gæti kostað kröfuhafa hundruð milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikilvægt að greina umfang vandamálanna.
Fimmtudagur, 24. júní 2010
Þvi ber að fagna að menn taki mál sem slik til greiningar, þannig að hægt sé að taka mið af slíku.
Hvert eitt einasta ofbeldismál er einu máli of mikið, hvers eðlis sem er.
kv.Guðrún María.
Meirihluti ofbeldismála heimilisofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á að upplýsa almenning með blaðamannafundi ?
Fimmtudagur, 24. júní 2010
Hvað er í vegi fyrir því að ríkisstjórnin eða viðskiptaráðherra haldi blaðamannafund til þess að upplýsa almenning um sömu atriði og fundarefni þessa fundar gefur til kynna ?
Hvar er gegnsæið ?
Á framhaldið að vera pukur sem þetta ?
kv.Guðrún María.
Upplýstir um stöðu mála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |