Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Frelsi einstaklingsins í íslensku samfélagi, og einkavæðingin.

Hin meinta tilfærsla eins þjóðfélags yfir í einkavæðingu undir formerkjum fyrri stjórnvalda hér á landi var ekkert
annað en ríkisforsjárbúskaparhættir , þar sem kapítalisminn hafði gengið yfir í kommúnisma.

Sökum þess var frelsi einstaklingsins til athafna fótum troðið með stjórnvaldsathöfnum svo sem
í sjávarútvegi sem og einnig í ákveðnum þáttum landbúnaðar hér á landi.

Samkeppni og markaður voru orð á blaði þar sem frumskógarlögmálin ein voru látin ráða ríkjum og
þeir stærstu náðu strax markaðsráðandi stöðu í því hinu dásamlega landamæraleysi sem leyft var.

Einokun varð niðurstaðan og skattgreiðendur máttu borga brúsann, hlekkjaðir á skattagaleiðu skipulagsins
í áraraðir.

Það er því ekki skrýtið að hið séríslenska markaðsamfélag skuli hafa fallið djúpt þegar alheimskreppa á
fjármálamörkuðum skall yfir.

kv.Guðrún María.


Frjálslyndi flokkurinn mun sigla sterkur til kosninga.

Við munum stilla saman strengi í Frjálslynda flokknum fyrir þessar kosningar eins og við höfum gert áður, þrátt fyrir breytingar og brotthvarf félaga úr flokknum.

Það þarf að breyta íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu og gamla fjórflokkakerfið er þess ekki umkomið, því miður, þannig er það bara, og það er fullreynt.

Þau eru sannarlega fjömörg verkefnin sem standa þarf vörð um á tímum umbreytinga sem og þarf að koma til atvinnusköpun er gerir það kleift að nýliðun verði til í hinum gömlu atvinnuvegum sjávarútvegi og landbúnaði.

Ég óska þeim sem farnir eru góðs gengis og þakka kærlega fyrir samstarfið.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Flótti úr flokknum orðum aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sami ráðgjafi í greiningardeild bankans fyrir og eftir hrun, eða hvað ?

Ég gat ekki betur séð en engin breyting hefði orðið á mannskap í greiningardeildum þessa banka fyrir eða eftir hrun fjármálalífs hér á landi, né heldur við nafnabreytingar hvers konar á bankanum.

Sami maður gegnir sömu stöðu að sjá má, ef ég hefi tekið rétt eftir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skilyrði að skapast fyrir vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með aðra kvótakerfisflokka ?

Fróðlegt viðhorf hjá Birki Jóni sem sér ekki sólina fyrir að verja núverandi ríkisstjórn til valda að virðist. 

Sá hinn sami gleymir því hins vegar alveg að hans flokkur sem og allir flokkar á þingi,  nema Frjálslyndi flokkurinn eru flokkar sem samþykkt hafa núverandi kvótabraskkerfi sjávarútvegs hér á landi sem varðað hefur veginn að efnahagshruninnu og þess vegna ættu þeir allir með tölu í raun að teljast óstjórntækir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn óstjórntækur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál, en var Sigríður ekki á móti upplýsingum úr skattaskýrslum ?

Ef ég man rétt hafa ungir Sjálfstæðismenn hamast hvert ár yfir birtingu upplýsinga um tekjur manna en hér kveður við annan tón að sjá má, og er slíkt af hinu góða.

kv.Guðrún María.


mbl.is Birtir fjárráð sín á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld hugi að erfiðri stöðu nýbúa.

Fólk af erlendu bergi brotið sem flutt hefur hingað til lands, hefur í mörgum tilvikum ekki áunnið sér sömu stöðu réttindalega á vinnumarkaði og er sökum þess í enn erfiðari sporum nú í dag við atvinnumissi en þeir sem hafa áunnið sér meiri réttindi.

Það gildir eðli máls samkvæmt um alla hlutaðeigandi í fjölskyldum viðkomandi.

Ég tel að mál þessi muni þurfa að skoða sérstaklega fyrr en síðar.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Huga þarf að börnum atvinnulausra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðshyggjuþokumóða undanfarinna áratuga á Íslandi.

Okkur Íslendingum hefur verið talinn trú um að við lifðum í þjóðfélagi hins frjálsa markaðar allt þar til bankakerfið hrundi í haust.

Raunin er hins vegar sú að stjórnmálamönnum tókst ekki betur til við það að smíða skilyrði til þess arna en svo að meint markaðskerfi varð að kerfi frumskógarlögmála og til varð einokun, ósköp álíka gömlu einokunarherrum þeim er við bjuggum við hér, bara í annarri mynd.

Ekki tókst að lækka skatta á almenning í landinu sökum þess að skattaleg innkoma af fyrirtækjum var ekki sú sem vera skyldi í raun, og á sama tíma og ofurskattar á láglaunamanninn voru fyrir hendi, fluttu fjölmiðlar fréttir af ofurlaunum fjármálamógúla í landinu, umfram allt velsæmi um laun fyrir vinnu.

Framstæði sjálfsóknarflokkurinn bar meginábyrgð á þessu skipulagi mála.

kv.Guðrún María.

 


Mjög skynsamleg ráðstöfun hjá frændum vorum Finnum.

Hér má sjá viðbrögð Finna við hækkandi aldurshlutfalli þjóðarinnar sem sannarlega ættu að geta verið okkur Íslendingum athugunarefni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Finnar hækka eftirlaunaaldurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað þarf að tala kjark í þjóðina um þessar mundir.

Sjaldan eða aldrei hefur það verið mikilvægara að íslenskir leiðtogar í stjórnmálum tali kjark í þjóðina og sú er þetta ritar hefur margoft gagnrýnt menn fyrir skort á slíku. Það gildir um alla er þar taka þátt óháð flokkslínum.

Hin endalausa umfjöllun fjölmiðla með þáttöku hagfræðinga í hverjum þættinum á fætur öðrum sem hinum einu vitringum þar sem flestir hafa dregið upp dökkar myndir fram og til baka hefur síst verið til þess fallinn að auka við hugmyndabankann um leiðirnar út úr vandanum.

Raunin er sú að stjórnmálamenn hafa hoppað í skotgrafirnar þess efnis að vera á móti öllu sem verið hefur ríkjandi fyrir bankahrunið til vinsældasöfnunar sér til handa og þar dansað með fjölmiðlum á hinum neikvæðu nótum hagfræðiæðisins, og fjölmiðlar síðan aftur endurspeglað stórskotahríð stjórnmálamanna úr skotgröfunum.

Vindur vinsældanna á ekki að blása stjórnmálamönnum fram og til baka frekar en að umfjöllun fjömiðla eigi að fylgja þeim vindi.

kv.Guðrún María.

 

 


Bolludagur og Sprengidagur sérstakir dagar í íslenskri pólítik.

Kastljósviðtalið við Davíð Oddson Seðlabankastjóra á Sprengidaginn minnir óhjákvæmilega á annað viðtal sem átti sér stað á Bolludag við sama mann þegar hann var forsætisráðherra á sínum tíma.

Það verður ekki annað sagt en upplýsingar þær sem Seðlabankastjóri setti fram í kvöld séu umfram það sem stjórnvöld hafa látið frá sér fara varðandi fjármálastofnanir þar með talið Seðlabankann.

Hann sagðist hafa rætt að jafnvel þyrfti að tvö eða þrefalda mannskap í efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, á ríkisstjórnarfundi í lok september...... og fleira og fleira.

Hann lýsti því í raun að þáverandi ríkisstjórn tók meira mark á bankastjórum einkabankanna en aðvörunum Seðlabankans.

Hann sagði sérfyrirgreiðslu hafa átt sér stað í gömlu bönkunun til handa sérstökum útvöldum þekktum sem og úr stjórnmálalífi.

Hann lýsti ófaglegri fjölmiðlaumfjöllun, sem væri án þess að festa fingur á efnisatriðum mála.

Það mætti segja mér að þetta viðtal yrði efniviður í fjölmiðlum næstu daga.

kv.Guðrún María.

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband